Búnaðarþing og bændafélög

 Í gær skrifaði ég um Bændasamtök Íslands og enn er meiri mjólk í kúnni, því framkvæmdastjóri samtakanna ritar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag (25.3.2021).


,,Áfram veginn bændur" er yfirskriftin og við tökum undir það: áfram skal halda, því engu miðar í kyrrstöðu.

Bændasamtökin héldu fyrir fáum dögum svokallað Búnaðarþing þar sem komnir voru saman ýmsir ,,fulltrúar" víða að af landinu, fulltrúar búgreinafélaga, búnaðarsambanda(!), búgreina(?), anga ýmiskonar svo sem VOR samtaka um lífræna ræktun, SUB samtaka ungra bænda og ferðaþjónustubænda - bænda sem stunda ferðaþjónustu með búskapnum o.s.frv.

Svo sem sjá má eru raunverulegir fulltrúar bænda í búrekstir minnihluti þeirra sem þingið sátu sé horft á þessa upptalningu. Í útdrætti greinar Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra segir að Búnanaðarþing Bændasamtakanna hafi samþykkt nýtt félagskerfi bænda og að að hafi verið gert með öllum greiddum atkvæðum. 

Halda á aukaþing 10. júní næstkomandi til að samþykkja nýjar samþykktir og þingsköp og allt gengur þetta vel og smurt, því engin mótatkvæði komu fram.

Fram kemur í greininni að rekstur félagskerfis bænda sé þungur, búgreinafélögin séu 12 sem innheimti félagsgjöld af sínum félagsmönnum o.s.frv. og sum séu með launaða starfsmenn og auk þess séu bændur í sumum tilfellum að greiða gjöld til Bændasamtakanna þar að auki.

Þessu til viðbótar, koma síðan svokölluð búnaðarsambönd sem séu með hvorki meira né minna en 4500 félagsmenn og til samanburðar nefnir Vigdís að í Bændasamtökunum séu 2880 félagar. Þá kemur einnig fram að búnaðarsamböndin séu fyrirbæri sem haldi uppi þjónustu (við bændur væntanlega) og þar á meðal kúasæðingar!

Hvert erindi slíkra þjónustuaðila er að Bændasamtökum Íslands er ekki gott að átta sig á.  Sama má segja um undirsamtök bænda svo sem unga bændur, sem líklega hætta að vera ungir þegar þeir eru orðnir gamlir, hvenær sem það nú gerist. Ferðaþjónustubændur sem ættu að vera með ferðaþjónustuaðild sína í samtökum um ferðaþjónustu og fleira mætti telja.

Undirrituðum er kunnugt um bændur sem með búrekstri sínum eru í ýmsu öðru sem langt mál yrði upp að telja. 

Verður það kannski framtíðin að innan Bændasamtakanna og með fulltrúa á aðalfundi verði skólaakstursbændur, trésmíðabændur, tjaldstæðabændur, leiðsögubændur, vörubílabændur, járnsmíðabændur o.s.frv.

Nenni menn að hugsa um þessi mál verður flestum ljóst að félagskerfi Bændasamtakanna er ein allsherjar della frá upphafi til enda og er þá vægt til orða tekið!

Það er því sem þarf að breyta en ekki að renna búgreinafélögunum inní samtökin með það að markmiði að þau verði óvirk og að engu hafandi. Þau félög hafa verið, sum hver að minnsta kosti, að sinna málum sem Bændasamtökin hafa ekki sinnt og jafnvel ekki viljað sinna.


 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...