Hættan af fækkun sauðkinda

                                           



Þá segir frá því að ,,mesti fjárfjöldi í landinu frá upphafi var fyrir 44 árum" og við hugsum til baka, til þess tíma þegar kindakjöt var flutt til annarra landa í heilu skipsförmunum og nánast gefið útlendingunum og einnig getur vel verið að enn séu þeir til sem muna eftir urðun gulgræna kindakjötsins. Sú urðun var ekki nokkrir skrokkar ef einhver skyldi halda það.

Síldin kemur og síldin fer og það gera aðrar fisktegundir líka. Þorskurinn var og þorskurinn fór, þ.e.a.s. var ofveiddur til þess m.a. að hægt væri að greiða fyrir kindakjötið sem fært var útlendingunum á sinn disk.

Merki útflutningsskrifstofu Icelandic Lamb


Áhyggjur Bændablaðsins eru ekki af því að hugsanlega geti farið svo að jafnvægi gæti komið til með að skapast á kindakjötsmarkaðnum, með þar af leiðandi betri afkomu þeirra sem að framleiðslunni standa. Það er ekki á þeirra sviði að hafa áhyggjur af slíkum smámunum, ef svo má segja.

Áhyggjur Bændablaðsins eru af því að sauðfjárstofninn sé að verða of lítill til að ,,alþjóðlegar skyldur Íslendinga um verndun tegunda" séu haldnar í heiðri.

Og eins og sést hér eru áhyggjur blaðsins ekki af afkomu bændafólks og fyrirtækja þeirra. Þær eru af spurningum sem ,,vakna", eða eins og hér segir: ,,fer trúlega að vakna spurning um hvar mörkin liggja um lágmarksstærð stofnsins."(!)

Ekki er haft fyrir því að fara nánar út í það hver ,,lágmarksstærð" stofnsins þurfi að vera. Lesendum blaðsins er einfaldlega treyst fyrir að finna það út.

Ritari er ekki búfræðimenntaður, en ef 400.000 kindur er of lítið til viðhalds stofninum, þá er vert að leiða hugann að því hvernig geti farið fyrir íslenska hestinum  sem mun vera í um 70 þúsundum eftir því sem fram hefur komið á umræðuvef bænda, ,,Umræður um Landbúnaðarmál" eins og hann heitir.

Við getum líka haft áhyggjur af útrýmingarhættu íslensku þjóðarinnar samkvæmt þessari kenningu!

Góðu fréttirnar eru, að með áframhaldi þeirrar fækkunar fjár sem Bændablaðið hefur svo miklar áhyggjur af (og úrkynjun?!), þá aukast líkurnar á að framleiðslan aðlagist markaðsþörfinni og af því gæti síðan vænkast hagur bænda og þjóðarinnar allrar. 

Því það er ekki síður þjóðin sem ber uppi offramleiðsluna sem verið hefur: greiðir í gegnum búvörusamninga fyrir það sem hún ekki neytir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...