Meira um ,,Ræktum Ísland"

 


Ragnar Árnason ritar um landbúnaðarmál í Morgunblaðið (22. maí 2021). Á sömu blaðsíðu blaðsins er einnig grein eftir Atvinnuvega og nýsköpunarráðherra og þar með landbúnaðarmála, sem hér fylgir með.

Ragnar hefur veitt því athygli að í skýrslunni ,,Ræktum Ísland" kveður við nýjan tón í umræðum um landbúnaðarmál og fagnar hann því sem von er og bendir á, að þar kveði við skynsamlegri tón en hingað til hefur verið varðandi landbúnaðarmálin. Vissulega er það rétt og vert er að þakka höfundunum fyrir góða vinnu, því það er nokkurt nýnæmi að fjallað sé um landbúnaðarmál með þessum hætti.

Nær örugt má telja að núverandi landbúnaðarráðherra verði minnst fyrir að hafa hreift við mörgu þörfu þann tíma sem hann hefur setið í embætti sem ráðherra landbúnaðarmála. Sumt af því orkar tvímælis, svo sem fjáraustur í sauðfjárræktina í nafni COVIT-19, án þess að fram hafi komið með trúverðugum hætti hvernig pestin hafi farið ver með þá búgrein en aðrar. Undarleg eru líka áformin um heimaslátrun og vinnslu sömu búgreinar, þar sem ætlunin er að mismuna aðilum varðandi greiðslur eftirlitsgjalda á þann hátt að ríkið borgar gjöldin fyrir heimaslátrarana en ekki fyrir hina. Fleira mætti nefna, en skýrslan er þörf og góð og vísar vonandi veginn til framtíðar.

Ragnar bendir á atriði sem nefnd eru á í skýrslunni en það er að: ,,bæði í Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu eru al­menn­ari og rýmri ákvæði í lög­gjöf sem víkja til hliðar ákvæðum sam­keppn­islaga ef þau standa í vegi fyr­ir fram­kvæmd land­búnaðar­stefnu stjórn­valda".

Hér er um að ræða áhugavert mál. Fámenn þjóð telur sig þurfa að ganga lengra til að verja stöðu samkeppnismála, í landbúnaði vel að merkja, en gert er á um 500 milljóna manna markaði.

Fyrirtækjum er meinað að hagræða í rekstri, sem er bagalegt og kemur niður á hagkvæmni í slátrun og vinnslu kjötafurða.

Ragnar bendir á að þessu sé öfugt farið varðandi mjólkurframleiðslu og vinnslu og að þar hafi orðið miklar framfarir í kjölfarið.
Hvers vegna framleiðslugreinum er mismunað í þessu efni er ekki gott að skilja, en tregðulögmálin eru svo sannarlega mörg og virk.

Niðurlagsorð greinarinnar ættu margir að geta tekið undir:
,,Van­hugsuð fram­kvæmd sam­keppn­islaga er hluti af þess­ari mis­mun­un. Afar mik­il­vægt er að stjórn­völd beri gæfu til að fara að ábend­ing­um þeim sem fram komu í skýrslu þeirra Björns Bjarna­son­ar og Hlé­dís­ar Sveins­dótt­ur og tryggi ís­lensk­um land­búnaði sam­keppn­is­skil­yrði a.m.k. til jafns við það sem geng­ur og ger­ist í Evr­ópu­sam­band­inu."






Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...