Hræðsluáróður skaðar og tækifærin bíða




Þorsteinn Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag (15.7.2021) og tekur fyrir áróðurinn um að náið samstarf við ESB skaði Ísland. Vitanlega er engin hætta á því eins og bæði dæmi og reynsla sýna og Þorsteinn fer yfir það í nokkrum liðum.

Eftir að hafa farið yfir hvernig málflutningur getur verið í pólitík, þar sem hræðsluáróður og öfgar eru stundum notaðir til að hræða fólk frá að styðja annars góðan málstað fer hann yfir nokkur fleiri atriði og bendir á  að inngangan í NATO mætti andstöðu og að sama mátti segja um Fríverlunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið. 

Eftir er að ganga í Evrópusambandið og Þorsteinn bendir á að nú er beitt sömu röksemdaaðferðum gegn inngöngu í ESB og beitt var gegn NATO aðildinni. Undirrituðum finnst þar dálítið ólíku saman að jafna, því aðild að ESB snýst um þjóðarhagsmuni sem liggja ljósir fyrir á sviði viðskipta og efnahagsmála m.m., en aðildin að NATO snýst um aðild að hernaðarbandalagi sem er vissulega að mestu ætlað til að tryggja frið í heiminum, en sagan sýnir að helsta aflið í því bandalagi hefur staðið í ófriði, með mismunandi löngum hléum, vítt um veröldina og er svo blóðugt orðið að torvelt verður þar við að bæta. 

Þorsteinn fer síðan yfir eftirfarandi staðreyndir:

,,Fullveldið glatast. Þetta var og er algengasta staðhæfingin.
Reynslan af aðildinni að Atlantshafsbandalaginu sýnir hins vegar að hún hefur styrkt pólitískt fullveldi landsins.
Reynslan af þátttöku í Fríverslunarsamtökum Evrópu og síðar aðildinni að innri markaði Evrópusambandsins, sem nú er kjarni Evrópusamstarfsins, hefur með ótvíræðum hætti eflt efnahagslegt sjálfstæði landsins og um leið fullveldi þess."

Og heldur áfram:

,,Þá er fullyrt að með fullri aðild fyllist Íslandsmið af erlendum fiskiskipum. Það er röng fullyrðing.
Raunveruleikinn er sá að sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins byggir á  reglu um svonefndan hlutfallslegan stöðugleika. Það þýðir að engin þjóð fær rétt til veiða nema unnt sé að sýna fram á veiðireynslu á næst liðnum áratugum.  
Engin þjóð hefur slíka veiðireynslu. Íslandsmið verða því áfram aðeins fyrir íslensk fiskiskip. Og sérhver aðildarþjóð setur sínar eigin stjórnunarreglur. Ekki þarf því að breyta fiskveiðilöggjöfinni vegna aðildar."

Þorsteinn víkur síðan að því sem er ein háværasta bábyljan:

,,Því er haldið fram að landbúnaður og atvinna í sveitum hverfi með fullri aðild. Rétt er að full aðild yrði trúlega mest krefjandi fyrir landbúnaðinn.
En getur íslenskur landbúnaður komist hjá krefjandi aðlögun að nýjum aðstæðum? 
Umræðuskjalið um nýja landbúnaðarstefnu, sem landbúnaðarráðherra kynnti á dögunum, sýnir að róttækar breytingar eru óumflýjanlegar hvort heldur Ísland fengi fulla aðild eða ekki. Aukin alþjóðleg samvinna er reyndar eitt af nýmælunum í því skjali.
Færa má gild rök fyrir því að aðlögun sveitanna að nýjum aðstæðum og kröfum yrði léttari innan sambandsins en utan. Ástæðan er fyrst og fremst mjög öflugt stuðningskerfi við breytingar af því tagi, bæði byggðaþróun og nýsköpun atvinnuhátta." 

Þá tekur hann fyrir óttann og vannýttu tækifærin og bendir á að:

,,Til þess að Ísland geti vaxið út úr kreppunni þarf fyrst og fremst stöðugan gjaldmiðil. Opna þarf fleiri tækifæri á erlendum mörkuðum fyrir unnar sjávarafurðir og nýsköpun í þekkingariðnaði. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er líka fólgin í þessu."
Við höfum alltaf stigið ný skref í fjölþjóðasamvinnu þegar verkefnið hefur verið að vaxa út úr efnahagslegum kreppum eða lægðum.
Ein mesta hættan, sem við stöndum andspænis, er sú að hræðsluáróður byggður á fölskum forsendum komi í veg fyrir að við getum nýtt vaxtarmöguleikana eins og best verður á kosið."

Þá segir hann frá því að utanríkisráðherra hafi látið vinna skýrslu um ávinninginn af aðildinna að ESB og bendir að ný ríkisstjórn gæti látið vinna ,,heildstætt mat" á möguleikum Íslands á innri markaði Evrópusambandsins og gæti síðan leitt þjóðina til nýrra tíma.

Þorsteinn segir síðan orðrétt:
,,Þannig má leysa hræðslupólitíkina af hólmi og opna málefnalega umræðu um ný tækifæri til verðmætasköpunar og aukins athafnafrelsis."

Við sem viljum sjá Ísland sem þjóð meðal annarra Evrópuþjóða erum ekki mjög bjartsýn á að af því verði, til þess er framsóknarmennskan enn of ríktt gróinn í þjóðarsálina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...