Sprengdar og gataðar gasleiðslur

 The Guardian, um sprenginguna á Nord Stream 1&2.

Enn veit enginn neitt með vissu, nema úkraínskar og pólskar blaðurskjóður, sem telja sig flest vita, en vita trúlega minnst.

Svo getur líka svo sem verið að þeir viti meira en þeir vilja að komi í ljós og að það sé ástæðan fyrir blaðrinu: að það þurfi að breiða yfir eitthvað.

2022-09-28 (2)Hvort málið upplýsist með trúverðugum hætti  veit enginn á þessari stundu og þeir einu sem vita þegja þunnu hljóði, hverjir sem þeir eru.

Hin hliðin er síðan sú, að ekkert gas streymdi um leiðslurnar af pólitískum ástæðum og því er vandséð hver hefur hag af því að valda þessu tjóni.

Fram hefur komið að CIA hafi varað við því að möguleiki á skemmdarverki gæti verið fyrir hendi, en hver og hvenær og hvers vegna, kom ekki fram svo sérlega trúverðugt væri, þ.e.a.s. nema að Rússar myndu fremja verknaðinn af illsku sinni.

En þeirra hagur er einmitt að geta selt gas sem um leiðslurnar fer, eða réttara sagt færi, ef fyrir það væri greitt með eðlilegum hætti.

Aðrir hafa giskað á að Bandaríkjamenn hafi unnið verknaðinn til að tryggja sér gassölu til Evrópu til einhverrar framtíðar.

Að vænlegt sé að stunda gasflutninga yfir Atlantshafið með skipum til lengri tíma er vandséð.

2022-09-28 (3)Allt sem fram hefur komið varðandi þetta mál eru vangaveltur enn sem komið er og stenst illa skoðun. Eins og bent hefur verið á, þá er er ekki einfalt mál að ,,læðast" á kafbát til að fremja verknað af þessu tagi og ugglaust snúið að gera hann bæði ósýnilegan og hljóðlausan!

Sumt í umræðunni minnir á fimbulfamb Úkraína um að Rússar séu svo heillum horfnir í stríðinu að þeir séu í sífellu að gera árásir á sjálfa sig svo sem á kjarnorkuverið í Zaprizhzhia og síðan núna við Borgundarhólm!

Að þeir séu svo heillum horfnir að þeir séu líka teknir til við að ráðast á mannvirki sem þeir eiga mikið undir að sé til staðar og virki svo sem til er ætlast, er ólíklegt svo ekki sé meira sagt.

Gasleiðslurnar virkuðu ágætlega þar til stjórnmálamenn í Evrópu grófu sig í gryfju og stöðvuðu gaskaupin frá Rússlandi með viðskiptaþvingunum.

Böndin berast líka með réttu eða röngu, að þeim sem hagnast á gassölu til Evrópu við núverandi kringumstæður og sem fram fer eftir öðrum leiðum. Gassölu sem fram fer með gasflutningaskipum, en enn sem komið er eru það ágiskanir einar.

Myndirnar eru fengnar úr grein The Guardian

Skýrsla til að fá ,,rétta" niðurstöðu.




Miðað við það sem á hefur gengið er samdráttur í kornframleiðslu í landinu mun minni en búast hefði mátt við.

Getur verið að ástandið í Donbass, fyrir ,,hina sérstöku hernaðaraðgerð" hafi verið orðið þannig að lítill friður hafi verið til kornræktar á því svæði?

Það gæti verið miðað við það litla myndefni sem barst þaðan á sínum tíma.

Ýmislegt fleira í þessari grein orkar tvímælis, eða að minnsta kosti passar ekki við það sem áður hefur komið fram. Svo er að skilja sem sveltandi þjóðir hafi verið í forgangi varðandi kornútflutninginn frá Úkraínu. Það stangast á við það sem áður hefur komið fram og má geta þess að Rússar hafa verið að senda skipsfarma til sveltandi þjóða m.a. vegna þess að þeir bárust ekki til þeirra frá Úkraínu.

Ónákvæmni gætir líka þar sem segir frá opnuninni á útflutning frá Úkraínu, sem um var samið við Rússa og Úkraína með milligöngu Sameinuðu þjóðanna og Tyrkja. Hafnirnar sem þurfti að opna voru úkraínskar og það voru Úkraínar sem höfðu lokað þeim með tundurduflagirðingum og væntanlega var það gert til að Rússar kæmust ekki þar inn.

Í niðurlagi greinarinnar er sagt frá því hver tilgangurinn sé með skýrslugerðinni.
Gera má ráð fyrir að þar sé komin skýringin á niðurstöðunni; tilgangurinn er að færa til bókar stríðsglæpi og voðaverk sem skrifa megi á Rússa í þessu ömurlega stríði.

Stríði sem líkt og önnur slík, er þannig að tilgangurinn helgar meðalið og sannleikurinn týnist fyrstur af öllu og ef rétt er hér greint frá, þá hefur tekist ágætlega til við að búa til enn eina frétt um skýrslu, sem virðist eiginlega ekki segja eitt né neitt annað en það, sem skýrsluhöfundar vilja að komi fram, þ.e.a.s. stríðsglæpir og voðaverk Rússa.

Stríðsglæpi og voðaverk er gott að rannsaka og skrifa um skýrslur, en verra er, ef niðurstaðan er fyrirfram ákveðin!

Beðið eftir - skýringu.

 

Mynd úr DW.

Lófakláði gerir vart við sig og áhugi kviknar til að gera eitthvað, þegar Úkraínar sýna árangur.

Það minnsta, er að senda þeim meira af hertólum og græjum, því af svoleiðis eiga menn nóg, en þeir sem stríða aldrei nóg.

Hvað gerðist er ekki alveg ljóst en að læðist grunur.

Hvers vegna sofna menn á verðinum? Lækkaði í einhverjum flöskum, eða var blandið búið?


Við vitum það ekki, en fólkið sem er á flótta til Rússlands frá Úkraínu, samkvæmt Morgunblaðinu, veit kannski eitthvað meira.

Hvað gerist í framhaldinu er óljóst, en því miður eru sáralitlar litlar líkur til að slagnum sé lokið. Einhver fær reisupassann og spark í rassinn og nýr tekur við.

Merkilegt samt að ekki er sagt frá hörðum bardögum, né miklu tjóni á hermönnum og hergögnum, en ef til vill kemur það seinna.

Sagt er frá því og haft eftir bresku leyniþjónustunni, að blaður Rússa um skort á fæðuöryggi heimsins sé bara blaður. Kornið úkraínska hafi víst farið til þurfandi fólks. Og þegar leyniþjónusta hans hátignar segir eitthvað um eitthvað, þá það satt, ef ekki lög!

Að aðrir hafi rakið slóð kornflutningaskipanna og komist að annarri niðurstöðu skiptir ekki máli.

Menn verða víst að trúa því sem þeir vilja, en svo mikið er víst að Rússar ætla að bregðast við og senda sveltandi fólki korn af rússneskum ökrum.

Vonandi kemst það korn til skila til þeirra sem á þurfa að halda og tæpast ganga Bretar svo langt að spilla þeim flutningum, þó þeir telji höf heimsins sín og að þeirra séu yfirráðin.

Það er allt liðin tíð.

Hvort því lauk þegar lítil örþjóð hrakti bryndreka þeirra til síns heima með óbeinni aðstoð Rússa (Sovétríkjanna) og þrjóskuna að vopni, verður ekki fullyrt, en fjarað hefur undan breska eyríkinu hægt og örugglega í marga áratugi.

Ótrúlegt er að úkraínski herinn hafi getað þrammað áfram fyrirstöðulaust líkt og um ferð í eigin landi sé, eða var, eða var ekki, eða verður kannski.

Það eina sem er ljóst er að eitthvað mun gerast í framhaldinu, en hvað það verður veit víst enginn - með vissu.

Ekki einu sinni þeir sem ákvarðanirnar taka.

4,56% hækkun og 35,5% hækkun!

 Bændablaðið er einn þeirra miðla sem gaman og fróðlegt getur verið að fletta og lesa.

2022-09-09 (7)Í því eintaki sem ber dagsetninguna 8/9/2022 er fyrirsögn yfir forsíðuna þvera, þar sem segir frá því að ,,Birgðir kindakjöts [séu] í sögulegu lágmarki".

Um er að ræða fáheyrða tíðindi og vonlegt að blaðið slái upp stórri fyrirsögn á forsíðu.

Birgðasöfnun kindakjöts hefur frekar verið vandamál en hið gagnstæða og því er ástæða til að fagna því ef jafnvægi er komast á, á milli framboðs og eftirspurnar á markaðnum.

Við lestur greinarinnar kemst lesandinn reyndar að því að ekki er svo að sjá sem skortur á kindakjöti sé framundan.

Ekki kemur heldur fram hve mikið magn af framleiðslunni hefur verið selt til útlanda, en það hefur svo sem kunnugt er, að mestu verið gert á kostnað almennings í gegnum ríkissjóð.

Sé rýnt í textann sést reyndar að ekki virðist vera hætta á neinum skorti á afurðinni og svo er að sjá sem endar nái nokkuð vel saman og það jafnvel svo, að það komi til með að verða nokkur afgangur af fyrra árs kjöti, þegar hið nýja kemur á markaðinn eftir að næsta sláturtíð hefst.

2022-09-09 (9)Á annarri blaðsíðu Bændablaðsins er síðan sagt frá hækkun á mjólkurafurðum um 4,56% til kúabænda og verður það að teljast fremur lítið að teknu tilliti til þess að hækkunin til sauðfjárbænda er sögð verða 35,5% og eftir því fram hefur komið frá sauðfjárbændum, mun ekki af veita! 

Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af verði kindakjötsins kemur til með að verða greitt úr ríkissjóði, þegar þessar hækkanir eru orðnar að veruleika og reyndar ekki heldur hvernig staða þeirra mála er í dag.

Á forsíðunni er einnig fjallað um ,,nýliðun" bændastéttarinnar sem vitanlega verður að geta átt sér stað. Það er nokkuð sem gleymdist að taka með í reikninginn þegar stjórnmálamenn fortíðar gerðust að eigin mati nútímalegir og ,,kvótavæddu" atvinnuveginn.

Það var gert eins og eflaust einhverjir muna á þann hátt, að til hliðar við niðurgreiðslukerfið í mjólkur og kindakjötsframleiðslu var búinn til ,,fasti" sem miðaðist við framleiðsluna eins og hún var á ákveðnum tímapunkti.

2022-09-09 (8)Þeir bændur sem hafa viljað stækka við sig hafa eftir það orðið að kaupa kvóta dýrum dómum af einhverjum öðrum bændum sem hafa viljað losa sig út úr framleiðslu af einhverjum ástæðum. Þetta kerfi þekkja kúabændur nokkuð vel.

Þeir eiga nú von á verðhækkun afurða sinna og eins og lesa má um í blaðinu, er um að ræða 4,56% hækkun og rétt er að taka það fram að ekki er um kommuvillu að ræða í þessum innslætti. Tölurnar eru svona í Bændablaðinu!

Það er sem sagt talið nauðsynlegt að hækka kindakjötið nær áttfalt meira í prósentum talið en mjólkurafurðirnar.

Til að framleiða kindakjöt þarf hey og úthaga, sem ekki þarf að vera gjöfulli en svo að gott þykir að koma kindunum fyrir á hálendi landsins yfir sumartímann. Þar gengur það síðan og sér um sig sjálft, nema hvað hið opinbera sér um að girða og halda við sauðfjárveikivarnargirðingum svo dæmi sé tekið

Í kúabúskap eru málin öðruvísi. Kýrnar þarf að mjólka kvölds og morgna (sem gerist reyndar með öðrum takti þar sem notaðir eru sjálfvirkir mjaltaþjónar), kúnum þarf að sinna allt árið vegna mjalta, en einnig vegna, burðar, sæðinga, fóðrunar og annars almenns eftirlits. Auk þess sem fóðrunin er að hluta til gerð með fóðri sem að uppistöðu til er úr korni, vöru sem hefur verið að hækka mikið í verði að undanförnu af alkunnum ástæðum.

Það er sem sagt engin sumarpása frá vori til hausts í þeirri búgrein. 

2022-09-09 (11),,Ærin ástæða er til bjartsýni hjá sauðfjárbændum" er fyrirsögn um málefni sauðfjárbænda í sama blaði og vel er hægt að taka undir að svo sé.

Hækkanir sem nema tugum prósenta eru framundan á afurðum þeirra, auk þess sem svo er að sjá sem vel gangi að selja það sem er framleitt.

Salan gerist reyndar þannig að ríkissjóður greiðir stóran hluta kostnaðar vegna sölunnar, auk hluta andvirðisins.

Fyrirkomulag af þessu tagi þætti mörgum bæði gott og þægilegt og svo dæmi sé tekið, væri notalegt að geta tekið upp á því að búa eitthvað til, sem viðkomandi dytti í hug, t.d. í svokallaðri nýsköpun og njóta þessara réttinda samkvæmt samþykkta frá Alþingi!

Hugsa má til allra þeirra sem eru að fást við bruggun, handverksframleiðslu og smáiðnað allskonar, eða hvað annað sem fólki getur dottið í hug: 

Að ekki sé ónýtt að geta látið allt hvað heita hefur, verða að verðmætum í höndum ríkisins.

Frammámaður í samtökum sauðfjárbænda jafnaði þeim við almenna launamenn eftir því sem kom fram á dögunum og taldi að tryggja þyrfti þeim lífsframfæri í takti við aðra slíka.

Um er að ræða bæði athyglisverða og raunsæa ályktun hjá manninum, þ.e.a.s. ef haft er í huga að í raun eru þeir að stórum hluta starfsmenn ríkissjóðs í gegnum búvörusamninga.

Eru ef til vill frekar í verktöku af sérstöku tagi hjá ríkinu

Samkvæmt búvörusamningum ábyrgist ríkið framfæri stéttarinnar, að stórum hluta og eins og áður kom fram, er það bæði á því sem selt er á innanlandsmarkaði, en einnig að drjúgum hluta fyrir það af afurðunum sem flutt er til annarra landa.

Það er ekki nema von að maðurinn sem fyrr var nefndur líti á sig og félaga sína sem launamenn hjá ríkissjóði.

Stríðið tapað?

 

Samkvæmt grein í New York Times er vopnabúnaður rússneska hersins í þvílíku óstandi og svo illa hannaður, að útilokað er að þeir geti sigrað stríðið við Úkraínu, sem nýtur hinna vel smíðuðu bandarísku vopna!

Drónakaup frá Íran hafa gefist illa og svo er að skilja sem Íranair kunni ekki að smíða slík flygildi þegar betur er að gáð.

Til marks um hve ástandið er slæmt, þá eru Rússar að kaupa vopn frá Norður Kóreu, sem væntanlega virka álíka lítið og hin heimasmíðuðu sem ekki fá góðan vitnisburð í greininni.

Með hverju viðskiptin milli Norður Kóreu og Rússlands eru jöfnuð kemur ekki fram, en sagt er að kaupin á vopnadóti frá Norður Kóreu séu hugsuð til framtíðar. Sé svo, þá verður um áframhaldandi viðskipti að ræða og eins og við vitum þarf að borga fyrir það sem keypt er.

Áður hefur komið fram að Norðurkóreumenn hafa boðist til að senda her til Rússlands til að berja á Úkraínu. Ekki hefur frétts að það hafi verið þegið, en við munum að Kóreumenn vildu fá eitthvað fyrir greiðann.

Kremlverjar ættu að vera á verði og hugsa sinn gang séu þeir í þeirri stöðu að þurfa að eiga viðskipti við Norður Kóreu segir einhver Mason Clark hjá stofnun sem spekúlerar í styrjaldarrekstri og er óhætt að taka undir þau orð, þ.e.a.s. ef þau eru eitthvað meira en vangaveltur.

Þá segir að ,,Hvíta húsið" (sem samkvæmt þessu er farið að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir!) sé farið að aflétta leynd upplýsinga sem það búi yfir um ræfildóm rússneska hersins.

Það mun m.a. lýsir sér í því að þeim gangi illa að ráða hermenn. Sem er samkvæmt því, eins og hver önnur atvinna sem menn ráða sig til í Rússlandi!

Ekki er samt allt ómögulegt austur þar að sögn greinarhöfundar.

Efnahagsþvinganirnar sem á landið hafa verið settar hafa mistekist.

Ríkissjóður Rússlands er fullur af peningum og fyrir bragðið eru bankarnir í standi, þar sem ríkissjóður hefur getað stutt við þá.

Refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn rússneskum olígörkum hafa mistekist og Putin er traustur í sessi sem endranær.

Og lýkur hér stuðningi frá N.Y.T.

Varðandi mislukkaðar efnahagsaðgerðir gegn Rússlandi er því við að bæta, að þær hafa lukkast vel gegn borgurum landanna sem settu þær á Rússland.

Þar ríkir óðaverðbólga og óstöðugleiki, orkuskortur og heitavatnsskortur og almenn óánægja.

Hafi það verið ætlunin að valda eigin kjósendum sem mestu tjóni, þá hefur það tekist ágætlega.

Fyrir nú utan að gott er, að menn sjái það svart á hvítu að varlegt er að treysta alfarið á aðra í því sem snýr að því að halda almennum lífsgæðum á sæmilegum stað í samfélögunum sem þeim er treyst til að stjórna.

Allir sjá núna hvílíkt óráð það var að loka kjarnorkuverunum í Þýskalandi svo dæmi sé tekið.

Hin hliðin á því máli er: að ef efnahagsþvinganirnar á Rússland hefðu ekki verið teknar upp, þá væri enginn orkuskortur né önnur vandræði sem af þvingununum leiddi.

Draugar fortíðar endurvaktir

 Örvæntingin er algjör og ráðin eftir því.

Gott gæti verið að geta spurt Max, eða að hafa einhverja þekkingu á hinum kommúníska kapítalisma sem verið er að búa til í heimsviðskiptunum.

Er ,,hinn frjálsi markaður" með ,,heimsmarkaðsverð" ekki lengur til?

Hvernig virkar ,,verðþak" á olíu eða aðrar vörur á svokölluðum frjálsum markaði og er markaðurinn frjáls, ef ekki má kaupa vöruna, fari verð hennar upp fyrir eitthvert fyrirfram ákveðið hámark?

Má kaupa olíu frá öðrum löndum en Rússlandi á verði sem er fyrir ofan ,,verðþakið"?

Má kaupa rússneska olíu og blanda saman við aðra olíu í einhverjum hlutföllum og sleppa við ,,þakið"?

Er ekki verið að búa til kerfi sem ekki heldur vatni né vindi, því vitanlega eru löndin sem ekki taka þátt í þessum viðskiptaháttum ekki á nokkurn hátt bundin af fyrirbrigðinu?

Í fréttinni kemur fram að bæði Kína og Indland eru ekki með í leiknum!

Gömul en illa lukkuð brögð hafa verið reynd í íslenskum framsóknar-íhalds-kommúnisma á liðnum árum varðandi viðskipti og flest gefist illa.

Fóru hinir erlendu viðskipta-stjórnmála-gúrúar í íslenska bændaskóla til að kynna sér spekina?

Lærðu þau fræðin í gamla Samvinnuskólanum á Bifröst, eða í háskólanum í Moskvu á dögum Sovétríkjanna?

Gera má ráð fyrir að Putin og félagar, glotti aftur að óúrteknum endajaxli við lestur fréttarinnar.

Það er sem allir gamlir púkar gömlu bændasamtakanna íslensku, hafi verið vaktir upp til að búa til úrræði og takast á við vandamál, sem er heimatilbúið barnalegt vesen og til að gera eitthvað úr engu.

Ráðið er að kaupa olíuna á því verði sem býðst og hætta viðskiptaþvingunum sem svífa hvort sem er til baka sem bjúgverpill og lenda á þeim sem sendi hann af stað.

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...