Umtalsverður áhugi virðist vera fyrir svokölluðum orkuskiptum, sé eitthvað að
marka umræðuna sem fram fer um þau mál og menningar og viðskiptaráðherra fór til Brussel til að ræða málin við kollega sína.
Það mun hafa verið komin upp sú staða, að krafist væri af Íslendingum óraunhæfra krafna í orkuskiptamálum og m.a. áttuðu menn sig ekki á því handan ála, að Ísland væri eyja út í Atlantshafi miðju og því væri torvelt að komast þaðan og fara þangað, öðruvísi en með flugi eða skipum.
Þegar skjáskotið hér að ofan er tekið stendur til að Lilja fari út og leiðrétti þennan misskilning þeirra brusselista, en nú er hún er komin til baka og ferðin mun hafa gengið vel og menn austur þar eru orðnir betri í landafræðinni.
Til að ná fram orkuskiptum þarf að framleiða raforku og vonir standa til, að með tímanum muni landverndingar og vinstrigræningjar átta sig á þessari staðreynd.
Það sem gert verður er að framleitt verður eldsneyti sem ekki veldur kolefnisspori og það verður gert með raforku, sem tiltölulega auðvelt er að framleiða með vistvænum hætti í okkar vindasama og fallvatnaríka landi. Auk þess sem jarðhitinn getur líka komið þar við sögu.
Þar með er ekki öll sagan sögð, því þegar við verðum kominn svo langt, þarf að vera til mannskapur sem kann að nýta hina nýju orku og sinna þeim vélbúnaði sem notaður verður.
Sem betur fer eru augu manna að opnast fyrir þessu og einnig því, að mennta þarf vélfræðinga framtíðarinnar með tilliti til þessa.
Um það er fjallað í skjáskotinu hér að ofan og sé tekið mið af asanum sem er á mönnum varðandi innleiðingu nýrrar tækni, þá er ekki seinna vænna að huga að því að til staðar verði þekking og færni til að reka vélbúnað framtíðarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli