Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í Moskvu.
Þar mætti þar til fundar við rússneska ráðamenn sendinefnd frá Bandaríkjunum og lagði fram tillögur að friði milli landanna.
Skemmst er frá því að segja að ferðalagið var ekki nægjanlega árangursríkt að mati okkar sem viljum að á komist friður milli ríkjanna.
En orð eru til alls fyrst, eins og við vitum og því reynum við að vona að menn nái áttum og að stillt verið til friðar.
Lesa má út úr viðbrögðum Putins að hátterni og afskipti evrópskra ráðamanna hefur ekki vakið neina kátínu í Kreml.
Ekki sá ritari að fjallað hefði verið um árásir Úkraína á óvopnuð flutningaskip, sem einhverjir hafa fundið upp að væru eitthvað sem kallað er ,,skuggafloti" Rússa.
Það er að mati ritara, lítil reisn yfir því að ráðast á óvopnuð og varnarlaus skip á hafi úti til þess eins að myrða og limlesta áhafnir þeirra og náttúrulega að skaða skipin og menn geta vart ímyndað sér mengunarskaðan sem stafað getur af olíunni, sem dreifist um eftir slíkar árásir.
Að mati þess sem þetta ritar er lítil reisn yfir slíkum verknaði og jafnvel enn minni en þegar ráðist er á íbúðarbyggðir almennra borgara og gildir þá einu hver í hlut á en eins og margir muna, eiga upptök ófriðarins m.a. rót sína að rekja til árása á almenna borgara í héruðunum sem barist hefur verið um, þ.e. Donesk, Lughansk o.s.frv.
Íbúar þeirra svæða segja ekki fagrar sögur af framgöngu manna sem komu úr vestri og drápu fólk og grófu jafnvel í fjöldagröfum í tilraunum til að hylja slóð sína.
Hvað sem því sem líður sem liðið er, væri dýrmætt, ef menn gætu komið sér saman um að hætta manndrápum og öðrum hörmungum og að koma skikk á löggæslu á svæðinu og í framhaldi af því, að byggja upp, í stað þess að rífa niður.
Það krefst sóknar að sækja fram, en hvort það dugar til er ekki víst.
Ívar teiknari Morgunblaðsins fangaði ástandið í Framsóknarflokknum á dögunum og eins og sjá má, er sótt að formanninum í flokknum sem eitt sinn var.
Það munaði sára litlu að Framsóknarflokkurinn færi sömu leið og Vinstri græn í síðustu kosningum, sem haldnar voru að vetri til og eins og við vitum, þá á græni liturinn í náttúrunni undir högg að sækja á þeim árstíma.
En það voru fleiri en Framsókn sem áttu undir högg að sækja í þeim kosningum og eins og við munum þurrkaðist Vg út af þingi og varð það fáum að harmi, eins og atkvæðatölurnar sýndu.
Sjálfstæðisflokkurinn féll líka skell og hímir nú við hlið Miðflokksins í málefnafátækt og vesöld og minna má á, að þeir töpuðu ekki einungis í kosningunum, heldur töpuðu þeir líka fundarherbergi sínu í Alþingishúsinu, herbergi sem þeir virtust telja vera herbirgi en ekki venjulegt fundarherbergi.
Skipt var um formann, trúlega í þeirri von að nýr ,,vöndur“ myndi sópa betur að flokknum fylgi en sá sem stýrt hafði flokknum og nú er svo komið að þeir og þær hyggjast flytja úr Valhöll, sem einhverntíma hefði þótt saga til næsta bæjar.
Stjórnin sem við tók er undir forystu þriggja kvenna og því mætti búast við því að ,,mjúku“ málin yrðu í forgrunni, en það er ekki svo, því þær telja sér helst til frama, að hnoða Íslandi sem mest inn í vafasaman stríðsrekstur í austur Evrópu og eiga það sameiginlegt með stjórninni sem féll.
Þar um slóðir hefur um aldir verið á reiki hvað er hvers og hvurs er hvað, varðandi yfirráð yfir landi en, ,,valkyrjurnar“ íslensku eru með það allt á hreinu, að eigin mati og fer það vel saman við stjórnina sem féll.
Klippa af myndskeiði í fréttatíma Ríkissjónvarpsins.
Kelurófa frá Trump draup niður fæti á Ísa köldu landi og lenti í keli við íslenskan utanríkisráðherra og voru faðmlögin sýnd a.m.k. í sjónvarpi allra landsmanna og á besta sýningartíma, enda hvergi farið yfir mörkin í kúriríinu!
Að slökkva eld með því að leggja á hann meiri eldsmat, er ekki líklegt til árangurs en við bíðum spennt eftir útkomunni.
Teiknarar miðlanna halda okkur við efnið og bregða ljósi á ýmislegt sem við höfum veitt, eða veitt ekki eftirtekt; hitta oftar en ekki í mark og segja mikið í myndum sínum.
Sem stendur munu það vera eingöngu Vísir og Morgunblaðið sem birta okkur þessar skemmtilegu úttektir á stöðu þjóðfélagsmála og oftar en ekki með óborganlegum hætti.
Sigurður mun víkja úr sæti formannsins í Framsóknarflokknum og það eru fleiri en einn sem sækjast eftir ,,sætinu", og meðlimir flokksins þurfa að velja hver það verður sem hneppir ,,hnossið", sem ýmsar skoðanir er hægt að hafa á hvort sé hnoss, eða hið gagnstæða.
Eftir teiknarann Halldór birtist örmyndasaga, sem greinir frá sumu af því sem sækir að nútímamanninum og það eru svo sem sjá má: Kaffistofan sem er að flytja, ,,athyglisspanið" sem fer dalandi, miðflokksþingmaður sem gerði það vont í Kastljósi, ef rétt er munað og hið harkalaga eitthvað o.s.frv.
Það er margt sem sækir að nútímamanninum og fer vaxandi, eða svo höldum við að minnsta kosti, en hvort ástæða er til að elta allt sem hægt er að láta ergja sig er hreint ekki víst, enda kemst sá sem er ,,persóna" myndasögunnar að því að það sé niðurbrjótandi tímaeyðsla og trúlega hefur hann rétt fyrir sér.
En þau eru líka til sem láta sér allt þetta í léttu rúmi liggja, kúra bara á sínum stað í tilverunni og skeyta engu um það sem þessi furðuvera, sem stiklar um á tveimur fótum og kann ekki að fljúga, er að bardúsa og bralla.
Ættum við að taka það okkur til fyrirmyndar? Slá aðeins af, þrasa minna, gera meira af viti ef við getum það og taka lífinu með meiri rósemi og yfirvegun?
Vel getur það verið, en ólíklegt er að við breytum um hátt, því til þess að það geti gerst þarf svo margt að breytast og breytast mikið.
Það er sagt að seglskip séu sein til stefnubreytinga og ætli við séum ekki enn seinni?
Það hefur margoft komið í ljós að deilurnar milli Rússlands og Úkraínu eru flóknari en svo, að hægt sé að afgreiða þær með því einu, að segja ,,að Rússar hafi ráðist inn á Úkraínu“
Mynd sem fylgir frétt The Guardian.
Hver gerði hverjum hvað, og hvað er það sem varð til þess að Rússa gáfust upp á ástandinu sem var og hófu hernað, til að verja ,,sjálfstjórnarsvæði“ sem engan frið fengu vegna ófriðarafla úr vestri.
Deilan er löng og rekur sig áratugi aftur í tímann og það sannast ágætlega í frétt sem birtist í The Guardian, þar sem sagt er frá því, að úkraínskir menn hafi verið fengnir til, að vinna skemmdarverk á lestarteinum til að hindra vopnaflutninga frá vestri til Úkraínu.
Fram kemur í fréttinni, að mennirnir voru frá austurhéruðum Úkraínu, sem fellur vel að skýringum um hvernig ófriðurinn, sem nú er kallaður ,,allsherjarinnrás“ Rússlands, í a.m.k. sumum vestrænum fjölmiðlum, hófst.
Þeim mönnum sem þar er um er rætt, rennur væntanlega blóðið til skyldunnar og vilja gera sem þeir geta, til að lenda ekki undir yfirráðum ,,stjórnvalda“ í Kiv.
Þeir styðja Rússa, sem þeir telja vera að styðja þá í baráttu sinni fyrir að losna undan yfirráðum úkraínskra ,,stjórnvalda“ og eru þeim þakklátir fyrir það sem þeir eru að gera.
Frétt The Guardian geta menn lesið á vef miðilsins, sem er t.d. hægt að gera með því að nota tengilinn sem er í þessum pistli.
Deilumálin eru í grunninn einföld, þó okkur finnist þau flókin, og ritara dettur í hug slagarinn, ,,Hver gerði Gerði grikk í sumar“ o.s.frv. en hér er um að ræða lest, sem sett var út af sporinu af ,,úkraínskum“ mönnum sem ráðnir voru til þess og það er alls ekkert grín.
Saga þessa ófriðar rekur sig lengra aftur, en oftast er látið í veðri vaka og vilji menn meira af fréttum af þessum ófriði, má t.d. lesa um það í CNN.COM og eflaust víðar og hafi menn líka áhuga á rússnesku hliðinni á þessu, þá er hún t.d. í boði á Russya Today.
Hugmyndin að yfirskriftinni á þessum pistli er fenginn úr orðtaki bónda sem ritari kynntist sem ungmenni.
Hann sagði stundum sem svo, þegar honum blöskraði eitthvað, að það væri ,,vitlausara en vitlaust“.
Hér er vitleysan skaðleg fyrir fólk, mannvirki, þjóðir og a.m.k. Evrópu alla og það er hættulegt að espa upp, í stað þess að lægja öldur og vinna að friði.
Við höfum veitt því athygli að þau sem töpuðu í vetrarkosningunum, sem haldnar voru til að kjósa nýja stjórnendur þjóðarinnar, eru dálítið óhress með útkomuna.
Á myndinni hér að neðan sjáum við konurnar þrjár, sem veita nýju ríkisstjórninni forystu.
Við munum að kennt var, að eftir útlitinu má ekki dæma menn og konur eru líka menn eins og við vitum öll. Við völd hafði verið að sumra mati um alltof langan tíma ríkisstjórn, sem virtist ekki vita hvaðan hún var að koma, né hvert hún var að fara og því var það, að nokkur eftirvænting fylgdi myndun hinnar nýju ríkisstjórnar. Stjórnin sem mynduð var, fékk heitið Valkyrjustjórnin og hún henti keflið á lofti, ef svo má segja, og hélt áfram með það sem gamla stjórnin hafði verið að gera í utanríkismálum, en sneri sér jafnframt að því að taka til í ýmsum innanlandsmálum, enda ekki vanþörf á.
Það er af töpurum kosninganna að segja, að þeir eru enn að leita að fjölinni sinni og lítið gengur að finna þá ágætu spýtu. Það er vond tilfinning að vera hafnað, segja þeir sem reynt hafa, en í stjórnmálalífi lýðræðisríkja verða menn að kunna að taka því að vera hafnað í frjálsum kosningum og væntanlega ekki hvað síst, þegar þeir efna til kosninganna sjálfir.
Við búum sem sagt við nýja ríkisstjórn og sjáum í fjölmiðlum, að það er engin alsæla í herbúðum þeirra sem töpuðu sem ekki er von.
Teiknari Morgunblaðsins fangar ástandið hjá núverandi stjórnarandstöðu ágætlega, Framsókn hvílir undir legsteini, Vinstri græn hvíla máttvana á jörðinni og fulltrúar stjórnarandstöðunnar hlaupa sem þeir geta á eftir forsætisráðherranum. Það er reyndar ofsagt að Framsókn sé ,,komin undir græna torfu“, en skáldaleyfi eru heimil í gríninu, en eins og flestir vita, er allur vindur úr Vinstri grænum og það sem meira er; þau finnast vart sem sakna þeirra!
Svona gengur það fyrir sig í pólitíkinni a.m.k. í lýðræðisríkjunum, að þeim er hafnað sem kjósendur telja ekki þess virði að hefja til vegs og virðingar að fenginni reynslu og höfnunin getur verið þungbær.
Kosningasólin settist sem sagt í vetrarkosningunum og því verður ekki breytt fyrr en haldnar verða nýjar kosningar, en hvenær þær verða haldnar veit enginn, nema að það verður ekki seinna en að kjörtímabilinu loknu.
Viðskilnaður tapstjórnarinnar var ekki sérlega góður, enda var hún ekki sérlega mikið upptekin við að stjórna landinu sínu, að því sem mörgum fannst og því fór sem fór og það verða þau að sætta sig við, sem reyndar gengur dálítið illa, svo ekki sé meira sagt.
Á skjáskotinu hér að ofan sjáum við dæmi um viðskilnað stjórnarinnar sem tapaði í síðustu kosningum, klippan er úr Morgunblaðinu og ætti því að vera nokkuð traust fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Það var lítið gert í orkumálunum hjá töpurum kosninganna, enda óhægt um vik þar sem flokkur kyrrstöðu fór fyrir stjórninni fram að því síðasta og var helst upptekinn í því, að koma í veg fyrir hvalveiðar, hvað innanlandsmálin varðaði. En þau og félagar þeirra voru upptekin við fleira svo sanngirni sé gætt og t.d. voru þau afar upptekin við að halda húllumhæ í Hörpu vegna málefna Úkraínu, en þær uppákomur skiluðu engu, nema fjárútlátum fyrir íslensku þjóðina. Því miður, því gott hefði nú verið að geta haft það í pokanum, að hafa komið á friði milli þjóðanna sem þar takast á. Það var víst aldrei ætlunin svo ef til vill heppnaðist hörpuspriklið vel þegar betur er að gáð og að það sé þá samkvæmt orðaleppnum ,,að betra sé illt að gera en ekki neitt“.
Við erum nokkur sem teljum að betra hefði verið að bera klæði á vopnin, setja sig inn í deilumálin og að því loknu, að setjast niður með þeim sem deila og vinna að því að jafna ágreininginn, en í þessu sambandi má líka velta því fyrir sér hvort Ísland sé eitthvað sérstaklega heppilegt til þess.
Ritari telur það ekki fráleitt að svo geti hafa verið, en svo fór að vetrarkosningastjórnin, bar ekki gæfu til að taka þá stefnu sem, ef vel hefði til tekist, hefði getað forðað mannskaða og tjóni á innviðum þjóðanna sem takast á.
Til þess að það hefði getað orðið, hefðu menn að þurft að setja sig inn í það sem um er deilt og síðan, að leiða til að sætta sjónarmið milli deiluaðila og hefðu þá t.d. veið hægt að horfa til fundarins sem haldinn var í Höfða á sínum tíma er þeir hittust þar Gorbasjov og Regan.
Þar var unnið að því að bæta og skilja, en hin ógæfusama vetrarkosningastjórn bar ekki gæfu til þess að fara þá leið og sú sem við tók, heldur sig í sama hjólfari og því, sem tapararnir skildu eftir sig í utanríkismálunum.
Samkvæmt því sem sagt er frá í Vísi hafa Sjálfstæðismenn komist að því að ekki sé nein ástæða til að endurskoða stefnu(?) Sjálfstæðisflokksins.
,,Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar."
Þegar menn hafa komist að því að engu þarf að breyta, þá er allt gott eins og það er..., eða hvað?
Það getur verið gott að líta til fortíðar, en eftir þá útreið sem fyrrverandi stjórnarflokkar fengu í síðustu kosningum, hefði maður getað haldið, að flokkarnir myndu líta inn á við og hugleiða hver ástæðan fyrir fylgistapinu væri.
Það á ekki að gera það, heldur hjakka áfram í sama farinu, án stefnu og með hugmyndafátækt að leiðarljósi.
Flokkurinn tapaði miklu fylgi og það gerðu fyrrverandi stjórnarflokkarnir allir.
Vinstri grænir þurrkuðust (blessunarlega?) út af þingi, Framsóknarflokkurinn næstum því líka og Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð og eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir, var helsta baráttumálið að ríghalda í herbergi sem flokkurinn hafði notað til skrafs og ráðagerða í Alþingishúsinu.
En það þarf engu að breyta, segir nýr formaður flokksins og því er spurt: Er þetta það sem flokksmenn vilja?
Voru þeir orðnir leiðir á að vera í pólitík og er ætlunin að fara að gera ,,eitthvað annað"?
Við finnum ekki svör við þessu en eftir þá útreið sem flokkurinn fékk, ásamt fylgitunglunum, hefði maður getað haldið að líta þyrfti inn á við; byggja upp í stað þess að sætta sig við, að svona sé það og svona eigi það að vera.
,,Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum.", segir í frásögn Vísis.
Sagan segir okkur að flokkar hafa komið og farið vegna þess að þeir hafa misst erindið, tapað sambandinu við þjóðina og trosnað upp.
Hvort það verður saga Sjálfstæðisflokksins mun tíminn leiða í ljós, en niðurstaða kosninganna var, að enginn er ómissandi.
Fundurinn sem fyrirhugað var að halda, verður ekki haldinn vegna þess að Trump hefur ekki tíma til að dandalast þvers og kruss um hnöttinn til að ræða frið milli manna og þjóða, ef lítill sem enginn vilji er fyrir friði.
Það vefst ekki fyrir teiknara Morgunblaðsins að fanga stöðuna eins og hann sér hana og það verður að segjas, að honum tekst langoftast vel upp!
Það er Trump sem segir að tilgangalítið sé að boða til fundar og vel getur verið að hann hafi talsvert fyrir sér, því ef hlustað er á Zelensky er sem vilji til friðarviðræðna sé frekar takmarkaður.
Gera má ráð fyrir að íbúar Úkraínu séu löngu búnir að fá nóg og gera má ráð fyrir að það sama sé í Rússlandi en fáum sögum fer af því hvað almenningur vill, í löndunum sem stríða.
En við vitum þó, að mikill fjöldi Úkraína hefur flúið land og ætti engan að undra eins og ástandið er búið að vera á heimaslóðum þess ágæta fólks.
Styrjaldir taka sinn toll, bæði efnahagslega en líka í sálarlífi þeirra sem við óhugnaðinn búa og það er nöturlegt að hugsa til þess hve lítið hefur breyst, þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir og ótal önnur stríð.
Það er sem mannskepnan geti ekkert lært í þessu efni og þ.a.l. engu breytt, í samskiptum þjóða á milli og alltof oft er eina lausnin sem menn finna til að leysa úr ágreiningi, að herja á andstæðinginn og þá eru manndrápin allt í einu lögleg.
Komið hefur fram að kröfur Rússa eru, að svokallað Donbas svæði verði undir þeirra stjórn og ef rétt er, að kröfurnar séu ekki aðrar og meiri, þá sé búið að fórna miklu fyrir lítið.
Svæðið sem um er að ræða er nánast það sama og áður var undir ,,vernd" Rússlands, vernd sem illa tókst að framfylgja vegna hryðjuverka sem framin voru af Úkraínum úr vestri og vafasömum kafalerum sem inn í þau blönduðust og þ.á.m. einn forsetasonur.
Ekki eru allar ferðir til fjár, eins og þar stendur og breytingin yrði ekki önnur en að svæðið yrði undir beinni vernd Rússlands, enda íbúarnir búnir að greiða atkvæði um það eins og margir muna eflaust.
Veraldlegt tjón er hægt að bæta en glötuð mannslíf koma ekki til baka, en ef friður kemst á, væri vissulega stigið skref í rétta átt og geta þá áhugamenn um stríðsrekstur og manndráp snúið sér að einhverju öðru í bili eða a.m.k. þangað til að hernaðarandinn hleypur í þá að nýju.