Orku- og flugvallarmál

 

Orku- og flugvallarmál

Aðsend grein og frétt í Morgunblaði dagsins 29/8/2022 vekja athygli.

2022-08-29 (2)Greinin er rituð af Magnúsi B. Jóhannessyni framkvæmdastjóra ,,Storm Orku" og fjallar um orkumál.

Magnús útskýrir ástæðuna fyrir háu orkuverði í Evrópu, sem er eins og flestir vita stafa af viðskiptaþvingunum sem settar voru á Rússland vegna stríðsins í Úkraínu.

Einhverjir munu hafa haldið því fram að ástæðan væri orkupakki og sæstrengur, sem er vitanlega algjör firra eins og Magnús sýnir fram á.

Hann kemur inn á erfiðleikana sem eru til staðar við að koma framkvæmdum af stað ef hugað er að orkuöflun og segir á einum stað í grein sinni:

,,Erfiðlega hef­ur þó gengið að koma græn­orku­verk­efn­um í gegn­um leyf­is­veit­inga­fer­il­inn á Íslandi, sem er veru­legt áhyggju­efni."

Magnús nefnir ekki þau öfl sem í veginum standa, en eins og kunnugt er, þá er flokkur núverandi forsætisráðherra þar framarlega og styðst við samtök eins og ,,Landvernd", sem berjast gegn flestu sem til framfara horfir í orkumálum, eins og a.m.k. sumir hafa tekið eftir.

Niðurlagskafli greinarinnar er eftirfarandi og ættu menn að hugleiða það sem þar kemur fram:

,,Þegar verð á hrá­efni, sem notað er til fram­leiðslu á vöru, hækk­ar um ríf­lega 1.000 pró­sent þá er ekki nema von að verð á vör­unni hækki til sam­ræm­is. Þetta er til­fellið þegar kem­ur að raf­orku og hús­hit­un­ar­kostnaði í Evr­ópu og Bretlandi þessa stund­ina. Þess­ar töl­ur sýna svart á hvítu að or­sök hás raf­orku­verðs í Evr­ópu og Bretlandi er hækk­un á verði á gasi sem notað er til hús­hit­un­ar og raf­orku­fram­leiðslu. Mik­ill mis­skiln­ing­ur er að halda að skýr­ing­una sé að finna í orkupakka EB eða af­leiðing­um af inn­leiðingu orkupakk­ans og að ástæða þess að raf­orku­verð hækki ekki á Íslandi líkt og í ná­granna­lönd­um okk­ar sé vegna þess að landið er ekki tengt öðrum mörkuðum með sæ­streng. Það er fjarri sanni. Aðalástæða þess að Íslend­ing­ar sjá ekki viðlíka hækk­an­ir hér er hátt hlut­fall grænn­ar raf­orku sem fram­leidd er án þess að nota þurfi gas til fram­leiðslunn­ar. Þriðji orkupakk­inn eða sæ­streng­ur er ekki or­sök­in."

Fréttin sem tekið var eftir er um flugvallarmál.

2022-08-29 (3)Umræða hefur vaknað upp varðandi þau mál vegna eldgossins á Reykjanesi. Þar er bent á þá augljósu staðreynd, að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók gæti verið álitlegur kostur sem varaflugvöllur, til að grípa til, ef svo færi að Keflavíkurflugvöllur lokaðist.

Flugvöllurinn er til staðar og tiltölulega lítið þarf að gera til að bæta hann og stækka þannig að hann geti gengt hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Að horfa til flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík er augljós skammsýni.

Flugvöllur í miðborg höfuðstaðarins, sem rekur tilveru sína til þess að Bretar þurftu að koma upp flugvallaraðstöðu í seinni heimsstyrjöldinni getur ekki gengið upp.

Gera verður ráð fyrir að jafnvel Framsóknarmenn, fari að sjá til sólar í flugvallarmálunum og átta sig á því að lendingar og flugtök stórra farþegaflugvéla eiga ekki heima í miðborginni og þar að auki á einu besta byggingarlandi Reykjavíkurborgar.

Í þessum efnum þurfa menn að horfa opnum augum til þeirra kosta sem til eru og flugvöllurinn við Sauðárkrók er einn þeirra möguleika sem vert er að skoða.

Pappír tölvur og...pappír

 Fyrir margt löngu var ég beðinn um að kaupa Texas Instruement reiknivél, þegar ég var í siglingum til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn þóttu þá vera og eflaust voru, framarlega í smíði slíkra tóla.

Vélin var keypt og reyndist sæmilega held ég.

Nú er svo komið hjá verndurum vorum, að skjöl forsetaembættisins í Washington eru geymd á pappír sem hrúgað er í kassa og að því búnu troðið niður í kjallara, í íbúð fyrrverandi forseta.

2022-08-27 (2)Sá var dálítið skrautlegur í framgöngu svo ekki sé meira sagt, en mátti eiga það, að ef eitthvað var, vildi hann stuðla að friði og ræddi málin við kalla eins og Putin (Oliver spjallaði líka við hann!), en Trump komst svo langt að ná persónulegri kaffidrykkju við hæstráðanda Norður Kóreu og geri aðrir betur!

Trump er sem sagt skrautlegur karl sem getur spjallað við aðra skrautlega karla.

En það er ekki aðalatriði málsins og nú erum við komin aftur að upphafinu.

Þjóðin sem fyrir tæpri hálfri öld var svo framarlega í smíði örgjörva að eftirsóknarvert þótti, virðist ekki hafa komist af pappírstímum yfir á tölvutíma og geymir sínar helgustu heimildir allar á pappír!

Pappírstímar eru ekki góðir tímar í nútíma.

Því nú berast fréttir af því að Þjóðverjar sjái fram á skort á salernispappír, en af honum nota þeir talsvert mikið, líkt og nútíma fólk flest mun gera.

Það eru samkvæmt þessu að renna upp aftur þeir góðu tímar þegar fólk gerði þarfir sína í fjósflór og þreif sig á eftir með heyi, þ.e.a.s. ef dagblaðið Tíminn var ekki við höndina, eða var einfaldlega búinn að renna sitt skeið eftir flórnum.

Ef til vill geta Bandaríkjamenn - þegar upp verður staðið frá yfirstrikunum og öðru pappírsveseni - fundið not fyrir pappírsfjallið úr kjallara forsetans fyrrverandi.

Það er að segja, þegar búið verður að strika yfir allt sem ekki má sjást í þeim göfugu heimildum.

Betra að kenna en gera

 Við yfirreið yfir DW.COM í dag 23.8 2022 kemur m.a. eftirfarandi í ljós varðandi það sem er að gerast í stríðinu í Úkraínu.

2022-08-23 (2)Rússar segjast hafa sprengt í loft upp vopnageymslu í Odessa og eyðilagt þar alls konar stríðsdót og þar á meðal HIMARS-ið góða sem hinn góði Biden gaf Úkraínu fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar og á hennar kostnað.

Úkraínar segja þetta hafa verið korngeymslu og eins og við vitum: af korni eiga þeir nóg.

Rússar segjast hafa skotið á geymslu sem hýsti loftvarnarkerfi og þá væntanlega skemmt það eða eyðilagt.

Úkraínar segja það sömuleiðis hafa verið landbúnaðardót, auk þess sem þeir hafi skotið sumar flaugarnar niður og enginn skaði hafi af orðið.

Svona ganga sögurnar til skiptis og eins og gengur í stríði, þá strjúka menn hvorir öðrum öfugt af fremsta megni og stundum gengur það og stundum ekki.

Og sannleikurinn er valkvæður og flögrar út og suður svo erfitt er að festa hönd á fyrirbrigðið!

Síðar í fréttinni er farið að fjalla um væntanleg réttarhöld yfir úkraínskum hermönnum sem Rússar hafa tekið höndum og þá fyrst rísa hárin á okkar manni og íslenska þingsins Zelensky, sem er kallaður til sögunnar og er nokkuð brugðið og er bæði hneykslaður og sár.

Við munum að haldin voru ,,réttarhöld" í Úkraínu yfir rússneskum hermanni. Ungmenni sem hafði drýgt þann glæp að skjóta mann á reiðhjóli, væntanlega í fumi, ótta og fáti.

Réttarhöld þessi voru haldin fyrir opnum tjöldum og hafa trúlega verið einhverjum góð skemmtun, á meðan öðrum þóttu þau vera ömurleg sviðsetning. Ungmennið var dæmt og var dapurt mjög sem vonlegt var, baðst afsökunar og spurði konu hins skotna: hvort hún myndi nokkurn tíma geta fyrirgefið sér?

Nú hefur sem sé flogið fyrir, að Rússar hyggist feta þessa sömu slóð varðandi hermenn af úkraínskum uppruna, sem þeir hafa komið höndum yfir og þá er Zelensky voða reiður og bæði hneykslaður og sár.

Hann varar Rússa við, varðandi fyrirhuguð réttarhöld og segir sem svo, að ef þessi fyrirlitlegi dómstóll verði að veruleika, þá sé um að ræða brot á öllum alþjóðlegum reglum o.s.frv.

Og nú þarf ekki frekari vitnanna við.

Svona gerast kaupin á hinni úkraínsku stríðseyri samkvæmt DW-inu í dag og við sjáum að það er ekki alltaf sama Jón og séra Jón og þannig er það og hefur alltaf verið:

Að það er betra að kenna heilræðin en halda þau.

Náttúar og viðskipti

 Vinstrigræningjar allra íslenskra stjórnmálaflokka og víðar trúa því og treysta, að með jurtaolíusulli í eldsneyti bíla og rafhlöðubílum megi bjarga heiminum, en auk þess telja þeir að náttúran eins og hún er í dag, sé óbreytanleg og því megi alls ekki virkja fallvötn og er þá ekki nærri allt upp talið.

2022-08-22 (2)Staðreyndin er hins vegar sú, að við vitum lítið um náttúruna og hvað getur gerst til að breyta því sem við þekkjum í dag í eitthvað allt annað.

Og þó Úkraína sé nefnd í grein Kjarnans, þá kemur hún þessu máli ekkert við.

Árnar þornuðu ekki upp í Evrópu vegna þess að stríð væri í því landi og kornskortur varð ekki í heiminum eingöngu vegna þess að kornflutningar þaðan urðu torveldir.

Það sannast m.a. af því að aðalritari Sameinuðu Þjóðanna reynir nú hvað hann getur til að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn og fá þá til að aflétta viðskiptaþvíngunum á Rússa: til að matvælaframeiðsla þeirra komist á heimsmarkaðinn m.a. til sveltandi þjóða.

Með öðrum orðum, viðskiptaþvinganirnar sem á Rússa voru settar, bitna mest á þeim sem síst skyldi og minnst á ríku þjóðunum sem væla þó mest yfir skorti á gasi o.fl. sem þær vilja ekki borga fyrir að fá.

Auk þess sem menn missa af góðum markaðstækifærum í því víðfeðma landi í nafni góðmennsku sinnar, en það er annað mál!

Myndin er fengin úr grein Kjarnans

Krímskagi, matvælaútflutningur og sveltandi fólk.

 Zelensky er brattur og hyggur á landvinninga samkvæmt því sem segir í frétt Ríkisútvarpsins.

Nú er það Krímskagi sem hugurinn stendur til. Líklega hægist þá um í Lugansk og Donetsk frá því sem verið hefur síðustu árin, þó er það alls ekki víst.

Við vitum hver stjórnar á bak við tjöldin og þaðan koma kröftugustu vopnin.

Hvort efnavopnasullið verður dregið fram er óljóst.

Kannski er það rangt munað að samkomulag hafi verið gert eftir fyrri heimstyrjöldina um að banna slíkan óþverra og þrátt fyrir öll samkomulög og heitstrengingar má segja: að Nazistar hafi notað gas og sitthvað fleira til drepa gyðinga, karla konur og börn í seinni heimsstyrjöldinni.
Gasið sem notað var virkaði til þess sem því var ætlað, þó það hafi ekki verið sömu gerðar og það sem notast var við á vígvöllunum í WW1.

Rússar eru búnir að fara fram á að rannsakað verði hvort Úkraínar séu að beita efnavopnum. Hvort því kalli verður svarað er ekki ljóst enn.

En hvort skaginn - sem Úkraínumaður gaf Úkraínu í fylliríi, þegar Sovétríkin voru og hétu, og menn þar austur frá töldu í einfeldni og trú að yrði eilíft ríkjasamband - verður nýtt styrjaldarviðfang mun koma í ljós.

Stuðninginn yfir Atlantsála mun alla vega ekki skorta og ætli Ísland, eða a.m.k. Reykjavík, muni ekki flaðra líkt og áður.  
Jafnvel nefna torg og götur og hús í höfuðið á hinu og þessu á Krímskaga, komi til úkraínskrar innrásar, þarf ekki að efast.


Aðalritari Sameinuðu þjóðanna er á öðrum slóðum og er að hugsa um hvernig hægt sé að koma rússneskum matvælum og áburði á heimsmarkaðinn; hefur áhyggjur af sveltandi fólki og vill að brugðist verði við, því fólki til bjargar.


Samkvæmt frétt í Ríkisútvarpinu er Tyrklandsforseti búinn að lýsa yfir einlægum stuðningi við Úkraínu og því ekki mikils að vænta úr þeirri áttinni, varðandi sáttaumleitanir. (Líkt og svo oft gefur Rúv. ekki upp heimildir fyrir fréttum sínum, en heimildin mun vera hér.)
En eins og við munum var Erdogan eins konar sáttasemjari eða ,,liðkari" um að koma á útflutningi á matvælum frá Úkraínu.


Sé fréttin rétt sem gera verður ráð fyrir, verður að líkum ekki hægt að treysta á hið tvöfalda tyrkneska roð, varðandi liðkanir á samskiptum milli deiluaðilanna.

Vonandi reynist aðalritarinn betur!



Húsið sem hvarf og sagan sem glataðist

Stórhugur og framkvæmdasemi forsvarsmanna sveitarfélaga getur tekið á sig ýmsar myndir. Sumar reisa sér minnisvarða og varðveita það sem ber merki fyrri tíðar.

,,Franski spítalinn" v/Lindargötu í Reykjavík var um tíma Gagnfræðaskólinn v/Lindargötu og eins og sjá má er byggingin varðveitt og eins og geta má nærri eru margvíslegar minningar við það terngdar.


Flóaskóli - áður Villingaholtsskóli - sem molaður var niður fyrir nokkrum dögum, var byggður 1946.


Í höfuðborginni og víðar, eru reknir margir skólar og þar hefur það komi fyrir, að mygla hefur búið um sig í skólahúsnæði og að skólahús hafa verið rifin, en oftar hafa þau verið lagfærð.


Í Flóahreppi er rekinn Flóaskóli og að sögn kom upp mygla í kjallara hússins, en það var byggt 1946, þ. e. ári eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk.


Hér er búið að rífa klæðninguna af húsinu. 


Húsið bar vitni um áræðni og dugnað fyrri kynslóða sem lítið áttu, að minnsta kosti á mælikvarða þeirra tíma sem nú eru.

Húsið var menningarverðmæti og sagði sögu frá liðinni tíð og bar vitni um hvernig búið var að menntun barna til sveita eftir að farskólatímabilinu lauk.

Búið að brjóta húsið að mestu niður. 


Hin stórhuga sveitarstjórn Flóahrepps komst að því - væntanlega eftir vandlega íhugun - að þar sem húsið væri ekki lengur í fullkomnu lagi eftir áratuga notkun, væri best að eyða því af yfirborði jarðar, í stað þess að laga það.

Í Flóahreppi var sem sagt, tekið til þess bragðs, að brjóta húsið niður með stórvirkum vélum og sem nú er endanlega horfið og mun enga sögu segja komandi kynslóðum.




Húsið verður ekki minnisvarði um hve stórhuga fyrri kynslóðir voru.
Verður ekki til vitnis um hve vel þær vildu búa að börnum sínum þegar möguleikar til þess sköpuðust.
Sköpuðust að loknum einum mestu hörmungum sem mannkynið hefur yfir sig kallað.

Kjarnorkuver og framtíð Jarðar




 Það er óhugnanleg tilhugsun,  að barist sé um eða við, eitt stærsta kjarnorkuver í heimi.

The Guardian fjallar í grein  um það mál.

Á einum stað, er þar haft eftir Zelensky að hann krefjist þess að Rússar hverfi frá verinu:


,,“Only a full withdrawal of the Russians … and the restoration of full Ukrainian control of the situation around the station can guarantee a resumption of nuclear security for all of Europe,”" 

Staðan er sem sé ekki góð og sé haft í huga, að Zelensky hefur áður lýst því yfir að ekki verði hætt árásum [á verið] fyrr en Rússar yfirgefi það og að þeir hafa á hinn bóginn sagt að slíkt standi ekki til og að þeir séu þar til að verja það svo sem unnt er fyrir árásum, þá lítur ekki út fyrir að lausn finnist á næstunni.

Rússar eru búnir að hafa yfirráð yfir verinu síðan í lok febrúar, eða bráðum í hálft ár og ekkert bendir til að þeir séu tilbúnir til að afhenda það til Úkraínu. 

Vonandi tekst að koma vitinu fyrir ráðamenn þar á bæ og koma þeim í skilning um að kjarnorkuveri verður ekki með góðu móti náð með hernaði. 

Þó svo vilji til að Rússum hafi tekist það!

Ekki nóg með það, þeim tókst líka að halda úkraínskum starfsmönnum versins og þeir eru að vinna þar alla daga við að sinna búnaði og öðru sem þarf.

Sé tekið mið af því hvernig Zelensky hefur tjáð sig, er stefnan sú að gjörsigra Rússa. 

Til að ná því markmiði hefur Úkraína fengið umtalsverða aðstoð í formi vopna o.fl., en samt er ekki líklegt að draumur hins úkraínska forseta rætist á næstunni.

Ísland hið herlausa og friðsama land, hefur meira að segja lagt sitt að mörkum með því að greiða leigu fyrir flugvélar til flutninganna!

Landið sem hefur í því einu barist að stækka landhelgina og njóta til þess stuðnings Rússa þ.e. Sovétríkjanna!

Hvort bandamenn Úkraínu eru tilbúnir til að fórna hverju sem er og þar með töldum heimsfriði og lífslíkum á plánetunni Jörð á eftir að koma í ljós. 

Nöturlegt er það, ef ,,baráttan um keisarans skegg" á eftir að verða til þess að eyða því öllu og tortíma. 

Það eru ýmsar hættur sem að lífinu á plánetunni okkar steðja og nær allar eru þær til orðnar fyrir tilverknað mannanna. 

Getum við ekki sameinast um að forða frekara tjóni og taka til við að bæta fyrir það sem aflaga hefur farið?

Væri það ekki betra en að þjóðirnar stríði hver við aðrar og að gengið sé svo langt, að berjast um kjarnorkuver sem allir ættu að vita af fyrri reynslu, að geta valdið óbætanlegu tjóni ef stjórn á starfsemi þeirra fer úr böndunum?

Korn, skip, fólk og tengsl

Svo hefur virst, sé tekið mið af fréttum, sem heimurinn sé illa staddur vegna kornskorts, sem sagt hefur verið að stafi af styrjöldinni í Úkraínu og lokun hafna landsins í Svartahafi.

Hvers vegna þær lokuðust, fer tvennum sögum af, en sú lífseigasta er að þegar Rússar sóttu með her sinn inn í Úkraínu hafi Úkraínar tekið það til bragðs, að leggja tundurdufl fyrir hafnirnar til að Svartahafsfloti Rússa kæmist ekki þar inn.

Allt átti það að leysast og verða til batnaðar, er samningar tókust fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands um skipaferðir um hafnirnar.

New York Times hefur tekið saman í grein, hvernig tekist hefur til með kornflutningana eftir að hafnirnar opnuðust.

Greinin ber yfirskriftina ,,After being trapped for months, ships loaded with grain have left Ukraine. Where are they going?"

Í greininni er sagan og ferðir skipanna rakin.

Eitt skip fór til Englands, annað til Írlands og önnur hafa farið til Kína.

Ekkert skipanna fór til Jemen, Sómalíu, Eþíópíu né annarra landa sem horfa fram á skort og hungur.

Vitnað er til orða Úkraínuforseta um hve gott það verði fyrir heiminn að búa við fæðuöryggi þ.e.a.s., eftir opnun hafnanna.

Skemmst er frá því að segja að ekkert af korninu hefur enn sem komið er, farið til þeirra landa sem helst þurftu á því að halda.

Og mest af hinu kyrrsetta korni reynist vera skepnufóður en ekki manna, eftir því sem N.Y.T. hefur eftir Associated Press.

Fyrsta skipið sem fór frá Úkraínu fór til Líbanon. Þar var því vísað á brott, vegna þess að það kæmi fimm mánuðum of seint!

Og haft eftir Breska sendiráðinu á staðnum.

Niðurstaðan er, að það sem átti að bjarga tilverunni hjá fæðusnauðu fólki, virkaði ekki, vantaði ekki, barst því ekki, og reyndist vera a.m.k. að hluta til ekki mannafóður heldur skepnufóður.

_ _ _

 

2022-08-09 (2)Forseti Úkraínu er úrræðagóður og hress, þungorður og stóryrtur og nú er hann búinn að finna nýja leið til að bjarga málum landsins og skal það gerast, með því að vísa skautaprinsi út í ystu myrkur, kulda og trekk.

Prinsinn hefur sér það til sakar unnið: að eiga konu sem var vinkona Peskovs nokkurs sem er talsmannaður Putins!

Það þykir ekki gott, þar sem Zelensky er talsmaður sjálfs síns og að eigin mati og einhverra fleiri, allrar úkraínsku 2022-08-09 (4)þjóðarinnar.

Skautakappinn heitir Viktor og vann gullmedalíu 1992 á vetrarleikum, en eins og áður sagði, er hann fallinn af stalli sínum vegna tengsla við Peskov.

Peskov er talsmaður sjálfs Putins, hins vonda, manns sem mætir í jakkafötum en ekki grænni treyju, ef hann gefur færi á sér til viðtala, sem Peskov getur ekki séð um fyrir hann.

Það er kalt á toppnum og best að vera ekki í kunningsskap við nokkurn mann, nema ef vera kynni manninn í treyjunni, manninn sem klappað er fyrir og alltaf segir satt!

Mengunarfarsinn

 Það er mörg mengunin í heiminum.

Hérlendis hefur verið tekið hart á þeim voða eins og okkur er kunnugt.

2020-05-27 (2)a) Með skattaívilnunum til þeirra sem kaupa rafdrifna lúxusbíla. (Sá eini sem vitað er til að hafi að því fundið - innan ríkisstjórnarinnar - er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra!)

b) Með íblöndun jurtaolíu í eldsneyti hinna bílanna, þ.e. þeirra sem brenna bensíni og gasolíu og þess verið gætt að sú lífræna, mengaði sem mest á leiðinni til landsins til að tryggja að úr henni væri öll mengunarárátta, þegar hingað væri komin.

c) Rekinn hefur verið tappi í gin Kötlu og annarra eldstöðva til að loka fyrir útstreymi óæskilegra lofttegunda. (Merardalir undanþegnir vegna ferðamannastraums og gjaldeyristekna).

d) Unnið hefur verið markvisst að því að hindra byggingu fallvatnsvirkjana, jarðgufuvirkjana og annarra slíkra umhverfisvænna fyrirbrigða

e) Gamli Herjólfur hefur verið sendur til Færeyja til að hann mengi þar en ekki hér.

f) Greiddur hefur verið niður kostnaður vegna farþegaflugs innanlands í trausti þess að mengunin frá því, verði eftir í háloftunum.

g) Þess hefur verið gætt að íslenskir bændur rækti sem minnst af kornfóðri í skepnur sínar til að tryggja að mengun af slíkri starfsemi verði eftir erlendis.

Margt fleira mætti til telja og með sanni má segja að margt og mikið hafi verið gert og því þarf að halda til haga.

Gleymum því ekki!

Stríðið sem ekki þurfti að verða

 Forseti Úkraínu óttast niðurstöðu kosninga.

2022-08-02 (11)

Niðurstöður kosninga á landsvæðum sem Rússar hafa náð frá Úkraínu áður, eru ofarlega í huga Zelensky, að því gera má ráð fyrir.

Yfir 90% vildu tilheyra Rússlandi þegar kosið var á Krímskaga og yrði niðurstaðan eitthvað í þá veru á þeim landsvæðum sem Rússar eru búnir að ná núna, yrði það áfall fyrir þá sem með völdin fara í Úkraínu.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að íbúar Krímskaga hafi skipt um skoðun.

Hefðu Úkraínar látið íbúa sjálfstjórnarhéraðanna Luhansk og Donesk í friði hefðu þær hörmungar sem nú ganga yfir Úkraínu nær örugglega ekki gerst.

Og hefðu verið haldnar kosningar á sjálfstjórnarsvæðunum um hvort fólkið vildi tilheyra Rússlandi er nær öruggt að niðurstaðan hefði verið sú sama og á Krím, en hugsanlega samt ekki eins afgerandi.

Meira og, og hefði:

2022-08-02 (6)Hefði fólkið í sjálfstjórnarhéruðunum fengið frið til að lifa sínu lífi með eðlilegum hætti, er svo aldrei að vita hvernig hugur þeirra hafði verið gagnvart Úkraínu.

Allt er þetta liðin tíð sem hægt hefði verið er að takast við afleiðingarnar af, án hernaðarafskipta

Afskipti vesturlenskra afla sem nú kynda undir ófriðinum, eru ekki til að bæta stöðuna.

Þar finnast hins vegar þeir sem græða á ástandinu og í þeirra vasa streyma peningar skattgreiðenda NATO landanna og þar á meðal Íslands.

Forseti Bandaríkjanna hefur verið duglegur við þann peningamokstur og ekki er svo að sjá sem neitt lát verði þar á:

Skattgreiðendur skulu greiða til vopnaframleiðenda til að hægt sé að halda stríðinu gangandi.

Ein mínúta og 15 sekúndur

Titill þessarar færslu kemur úr grein eftir Bjørn Lom­borg sem birtist í Morgunblaðinu þann 8.8.2022 undir titlinum ,,Að leika sér með líf annarra". Greinina er því miður ekki hægt að nálgast með  tenglinum til fulls nema vera áskrifandi að Morgunblaðinu.

Björn er forseti Kaupmannahafnarhugveitunnar og gistifræðimaður við Hooverstofnun Stanford háskóla, eftir því sem fram kemur neðanmáls við greinina í blaðinu.

Hér kemur greinin örlítið stytt svo sem sjá má:

,, Fátt hef­ur dregið [...] umræðu auðugri þjóða heims­ins um jarðefna­eldsneyti ger­leg­ar fram í dags­ljósið en orkukrepp­an í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Banda­rík­in og Evr­ópa grát­biðja ar­abaþjóðirn­ar um að herða á olíu­fram­leiðslu sinni sam­tím­is því sem G7-iðnrík­in hvetja fá­tæk­ari ríki til notk­un­ar end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í því augnamiði að gæta að lofts­lags­mál­um.

Þjóðverj­ar end­ur­ræsa kola­orku­ver sín á meðan Spán­verj­ar og Ítal­ir tala fyr­ir auk­inni gas­fram­leiðslu í Afr­íku. Þá er fjöldi Evr­ópu­ríkja, sem beðið hafa Botsvana að auka af­köst­in í kola­nám­um [...], slík­ur, að reikna má með þreföld­un í um­fangi kola­út­flutn­ings þaðan.

Einn ein­asti þegn meðal auðþjóða not­ar meira jarðefna­eldsneyti en sam­svar­ar þeirri orku sem 23 Afr­íku­bú­um stend­ur til boða. Auður þess­ara þjóða spratt af um­fangs­mik­illi vinnslu jarðefna­eldsneyt­is sem um þess­ar mund­ir sér þeim fyr­ir rúm­lega þrem­ur fjórðung­um þeirr­ar orku sem þær nota. Inn­an við þrjú pró­sent orku auðþjóðanna rekja upp­runa sinn til fram­leiðslu með sól­skini og vindi.

Engu að síður skera pen­ingaþjóðirn­ar við nögl sér styrki til vinnslu jarðefna­eldsneyt­is í þró­un­ar­ríkj­um. Fá­tæk­ustu fjór­ir millj­arðar mann­kyns hafa eng­an aðgang að burðugum orku­lind­um en frá auðþjóðunum ber­ast þeim þau boð að taka und­ir sig stökk frá orku­leysi til iðjagrænna alls­nægta sól­ar­orkuplatna og raf­orku­vind­mylla.

Sól­ar­orkuæv­in­týrið í Dharnai

Er þar á ferð hrein tál­sýn byggð á ósk­hyggju og grænni markaðssetn­ingu auðþjóða sem sjálf­ar kæmu aldrei til með að gera sér slík­ar lausn­ir í orku­mál­um að góðu. Það ættu fá­tæk­ari þjóðirn­ar ekki held­ur að gera. Nú er lag að rifja upp reynslu ind­verska þorps­ins Dharnai sem Grænfriðung­ar ein­settu sér árið 2014 að gera að fyrsta sól­ar­orku­sam­fé­lagi lands­ins.

Augu allra fjöl­miðla stóðu á Grænfriðung­um þegar þeir lýstu því yfir að Dharnai neitaði að „falla í gildru jarðefna­eldsneyt­isiðnaðar­ins“. Dag­inn sem skipt var yfir í sól­ar­orku tæmd­ust raf­hlöðurn­ar svo á fá­ein­um klukku­stund­um. [...]

Þorps­bú­um var bannað að nota kæliskápa sína og sjón­varps­tæki þar sem raf­orku­kerfið stæði ekki und­ir notk­un­inni. Ekki var held­ur hægt að nota raf­knún­ar eld­un­ar­hell­ur svo fólkið neydd­ist til að snúa aft­ur í hit­un með eldiviði sem olli [...] loft­meng­un. Um gervöll þró­un­ar­rík­in deyja millj­ón­ir úr inn­an­húss­meng­un sem að mati Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar jafn­ast á við að reykja tvo pakka á dag.

Grænfriðung­ar buðu [...] for­sæt­is­ráðherra Ind­lands til heim­sókn­ar í þorpið þar sem við hon­um blöstu hóp­ar fólks með kröfu­skilti þar sem beðið var um „ósvikið raf­magn“ (í þeirri út­færslu sem leyf­ir notk­un kæliskápa og elda­véla og gef­ur ljós sem dug­ir börn­um til heima­náms) í stað „gerviraf­magns“ (þar sem átt var við raf­magn frá sól­ar­orku sem býður ekki upp á neitt af fram­an­greindu).

Orku­verið er naut­gripa­hús

Þegar Dharnai fékk svo loks­ins að tengj­ast raf­orku­kerfi slökktu æ fleiri íbú­anna á sólarraf­hlöðum sín­um. Sam­kvæmt rann­sókn nokk­urri var helsta ástæða þessa sú að kola­orku­fram­leidda raf­magnið sem þorpið fékk aðgengi að var þre­falt ódýr­ara en sól­ar­orkuæv­in­týrið. Í ofanálag stóð það und­ir notk­un tækja sem fólk vildi nota, svo sem sjón­varps og eld­un­ar­tækja. Þegar þetta er ritað er sól­ar­orku­búnaður­inn hul­inn þykku ryklagi og orku­verið er naut­gripa­hús.

Vit­an­lega má hlaða farsíma með sól­ar­orkuraf­magni og kveikja ljós, nokkuð sem get­ur komið sér vel, en er gjarn­an rán­dýrt. Úttekt sem gerð var á sól­ar­orku­vinnslu fjöl­menn­ustu fylkja Ind­lands leiddi í ljós að þrátt fyr­ir ríku­leg­ar niður­greiðslur eru sól­knún­ir lamp­ar flest­um not­end­um mun minna virði en nem­ur kostnaðinum við þá. Í auðugum ríkj­um á borð við Þýska­land og Spán hefði minnst af sól­ar­orku­fram­leiðslu­búnaðinum verið sett upp ef ekki hefði verið fyr­ir niður­greiðslur á hon­um.

Ekki til að treysta á

Raf­magn fram­leitt með sól og vindi get­ur ekki staðið und­ir iðnaðarfram­leiðslu né knúið vatns­dæl­ur, drátt­ar­vél­ar og aðrar vél­ar – allt það sem þörf er á til að leysa fólk úr fjötr­um fá­tækt­ar. Eins og auðþjóðunum er nú að skilj­ast eru þess­ir orku­gjaf­ar í grund­vall­ar­atriðum ekki til að treysta á. Sól­ar­leysi og logn tákn­ar raf­magnsþurrð. Raf­hlöðutækni býður held­ur eng­in svör. Þær raf­hlöður sem til eru í heim­in­um í dag nægðu ein­göngu til að standa und­ir orku­notk­un heims­byggðar­inn­ar í eina mín­útu og fimmtán sek­únd­ur. Jafn­vel árið 2030, í kjöl­far um­fangs­mik­ill­ar raf­hlöðufram­leiðslu, yrði þessi tími ekki orðinn meiri en tæp­ar tólf mín­út­ur. Til hliðsjón­ar má hafa vet­ur í Þýskalandi, þegar sól­ar­orku­fram­leiðsla er hve minnst. Á sama tíma koma minnst fimm daga sam­fleytt tíma­bil, rúm­ar 7.000 mín­út­ur, þegar fram­leiðsla vindorku er við núllið.

Hér eru komn­ar skýr­ing­arn­ar á því hvers vegna auðugri þjóðir heims­ins munu áfram reiða sig á jarðefna­eldsneyti um ára­tugi. Alþjóðaorku­stofn­un­in spá­ir því, að jafn­vel þótt öll lofts­lags­um­bótalof­orðin verði efnd muni jarðefna­eldsneyti enn vera upp­spretta tveggja þriðju hluta orku þess­ara þjóða árið 2050. Þró­un­ar­ríkj­un­um dylst ekki hræsn­in í orku­um­ræðunni og ef til vill hef­ur eng­inn orðað hlut­ina hag­an­leg­ar en Yemi Os­in­bajo, vara­for­seti Níg­er­íu: „Eng­um í heim­in­um hef­ur auðnast að iðnvæðast með end­ur­nýj­an­legri orku einni sam­an, [þó hafa Afr­íkuþjóðirn­ar] verið beðnar að gera það þótt öll­um öðrum í heim­in­um sé full­kunn­ugt að við þurf­um gas­drif­inn iðnað fyr­ir viðskipta­lífið.“

Auðþjóðir heims­ins eiga að sjá sóma sinn í að fjár­festa í ný­smíði sem trygg­ir að kostnaður við græna orku verði minni en við jarðefna­eldsneyt­is­leiðina í stað þess að vera siðlaus ljón í vegi þró­un­ar annarra ríkja. Með því mætti tryggja að öll heims­byggðin geti nýtt sér end­ur­nýj­an­lega orku­val­kosti. Krafa um að fá­tæku ríki heims­ins kom­ist af án jarðefna­eldsneyt­is er ekk­ert annað en leik­ur að lífi annarra"

Hér lýkur greininni og svo sem þeir sem hafa lesið hana hafa séð, drepur Bjørn á marga áhugaverða punkta sem vert er að hugleiða varðandi þessi mál. 

Vandi á höndum

Margt er það sem gengur á við að hrinda fram ,hinni sérstöku hernaðaraðgerð', sem Rússar standa í þessa mánuðina. 

Á dögunum komust þeir yfir stærsta kjarnorkuver í Evrópu og hið tíunda stærsta í heimi eftir því sem sagt er.

Um er að ræða raforkuverið sem kennt er við og er í grennd við Zaporizhzhia á austurbakka Dnepr fljótsins. Þar mun líka vera heljarmikil vatnsaflsvirkjun, en ekki er svo að skilja sem virkjun valdi mönnum áhyggjum.


Zaporizhzhia

Kjarnorkuverið mikla, veldur áhyggjum og nú er svo komið að Rússum er vandi á höndum, því þeir vilja ekki frekar en aðrir, að úr verði nýtt kjarnorkuslys sambærilegt því sem varð í Cernobyl.

Rússar eru komnir með sitt tæknilið á staðinn til að vinna að því að búa svo um, að verið tengist raforkukefinu í Rússlandi og ekki er nokkur vafi á að rússneskir tæknimenn leysa það mál fljótt og vel ef þeir fá til þess frið.

Komið hefur fram í fréttum, að Úkraínum langar mikið að valda sem mestu tjóni á helst öllu nema verinu, því ef það yrði fyrir skaða þá er miklu meira í húfi en svæðið austan við fljótið. 

Geislavirkni gæti hæglega borist yfir til Úkraínu og valdið þar ómældum tjóni á öllu sem lifir og gera verður ráð fyrir því,  að enginn vilji verða til þess að eitthvað í þá veru gerist.

Þetta sýnir vel, hvers er að gæta, þegar borist er á banaspjótum í stað þess að leysa deilumál með viðræðum í nútímanum, þar sem viðkvæm og varhugaverð tækni er notuð samfélögum til hagsbóta. Vitnalega þrá Úkraínar fátt meira en að geta valdið Rússum sem mestum kárínum, en vilja samt ekki fá þær margefldar til baka með óviðráðanlegum hætti.


Rússar eru að sama skapi í klípu. Þeir eru búnir að komast yfir borgina og verið, en það er harla lítils virði, ef óbyggilegt verður á stóru svæði vegna náttúruskemmda vegna geislunar.

Af þessu má draga þá ályktun að umhverfis kjarnorkuver þurfi að ríkja öryggi og að þau séu ekki sérlega hentugur orkugjafi á ófriðarsvæðum og ætti það ekki að koma á óvart. 

En það sem er friðsamt rólegheitasvæði í dag, getur svo sannarlega orðið allt annað á morgun eins og dæmin sanna.

Við erum mörg sem munum eftir slysinu sem varð í Chernobyl, sem reyndar er líka í Úkraínu. 

Það slys verð vegna mistaka manna og olli gríðarlega miklu tjóni. 

Af því við höfum gaman af að draga ályktanir, þá fullyrðum við að ekki sé gott: að óvitar fikti í búnaði kjarnorkuvera og að betra sé að þeir geri ekki tilraunir með búnað sem þeir kunna ekki á, líkt og gerðist í Chernobyl.



En aftur að því sem er að gerast í Zaporizhzhia.

Rússarnir náðu verinu í sínar hendur með óskýranlegum hætti, því eins og við höfum fylgst með í fréttum m.a. frá Rúv og marg staðfestar eru af forseta Úkraínu í ótal ávörpum, geta Rússar ekkert í hernaði, nema að drepa konur, börn og gamalmenni! 

Að slíkur mannskapur hafi verið látinn gæta stærsta kjarnorkuvers í Evrópu verður að teljast frekar ólíklegt! 



Við göngum því út frá þvi að úkraínskir ,,hermenn" hafi gætt versins en sofnað á verðinum af einhverjum óútskýrðum ástæðum og vaknað óvænt upp við nýja tíma með nýjum herrum!

Það verður því að treysta því, að hvað sem öllu öðru líður, þá setji menn það í forgang að rekstur versins verði með traustum hætti.


 

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...