Hvað kemur út úr köldu faðmlagi?

Grein eftir Maxim Hvatkov, rússneskan blaðamann, sem birtist á Russia Today.


,,Kuldalegt faðmlag", og hvernig einn af nánustu nágrönnum Rússlands brást hlutleysi sínu og þjóðarhagsmunum, til að geta troðið illsakir við Rússland

Árið 2022 varð algjör viðsnúningur á nálgun Finnlands varðandi samskiptin við Rússland. Hlutleysisstefna, sem hafði verið ráðandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, vék fyrir harðri gagnrýni á sókn Rússa í Úkraínu og í að beita sér fyrir hörðum refsiaðgerðum og ferðabanni á rússneska ríkisborgara innan ESB og umsókn um aðild að NATO.
Finnsk stjórnvöld létu ekki þar við sitja og hafa tekið skref sem minna á stefnu Eystrasaltsríkjanna. Í nóvember kynntu Finnar áform um að reisa múr meðfram landamærunum að Rússlandi. Þeir réttlættu þörfina fyrir slíka girðingu með áhyggjum sínum um að rússnesk stjórnvöld gæti notað farandfólk í pólitískum tilgangi.

Samkvæmt franska blaðinu Le Monde mun 200 kílómetra löng og þriggja metra há girðing með gaddavír á toppi sínum, kosta um 380 milljónir evra (403,5 milljónir dollara). Hún á að  verða búin næturmyndavélum, ljósum og hátölurum á viðkvæmum stöðum. Varnarlína þessi verður byggð í þremur áföngum frá mars 2023 og til 2025-26. Að sögn finnskra embættismanna mun þetta vera eitt metnaðarfyllsta verkefni sem landamæravarsla landsins hefur ráðist í.

Annað furðulegt dæmi, er staðan sem eigendur hreinræktaðra hunda frá Rússlandi eru í. Þeir  eiga í vandræðum með að skrá gæludýr sín hjá finnska hundaræktarfélaginu og það þó, samkvæmt því sem fram hefur komið í finnska ríkisútvarpinu YLE, að allir hundar sem búa í Finnlandi frá og með 2023 þurfi að vera skráðir á lista finnsku matvælaöryggisstofnunarinnar.

Finnland hefur beitt sér fyrir því að halda uppi alþjóðlegum höftum gegn Rússlandi. Petri Honkonen, vísinda- og menningarmálaráðherra Finnlands, telur að Alþjóðaólympíunefndin eigi ekki að milda afstöðu sína gagnvart rússneskum íþróttamönnum og telur að það eigi að halda áfram að útiloka rússneska og hvítrússneska íþróttamenn frá keppnum. „Stefna alþjóðlegra refsiaðgerða byggir á þeirri hugmynd, að rússneskt samfélag verði að borga fyrir gjörðir sínar. Það á líka við um rússneska íþróttamenn,“ sagði Petri nýlega.

Ástandið hefur einnig haft áhrif á rótgróin efnahagsleg tengsl milli landanna. Þar er einna mest áberandi sú ákvörðun sem kjarnorkufyrirtækið Fennovoima tók í maí um að segja upp samningi sínum við rússneska ríkisfyrirtækið Rosatom, sem undirritaður var árið 2013. Samkvæmt þeim samningi átti Rosatom að reisa kjarnorkuver sem myndi framleiða um 40% af þeirri orku sem Finnland þarfnaðist.

Samband ríkjanna hefur ekki alltaf verið svona.

Saga Rússlands og finnska nágrannaríkisins hefur lengi verið samtvinnuð og fyrir rúmum 100 árum voru Helsinki og Moskva svæðismiðstöðvar innan sama ríkisins, þ.e. rússneska heimsveldisins sem þá var.

Finnland varð hluti af Rússlandi árið 1809 eftir afgerandi sigur Rússa í rússneska-sænska (finnska) stríðinu, en það væri ekki rétt að kalla þá innlimun ofbeldisfulla eða skaðlega fyrir Finna. Þegar Finnland var hluti af Svíþjóð var það hvorki þjóðríki, né hafði stjórn sinna mála, en sem hluti af Rússlandi naut Stórhertogadæmið Finnland mikils innra og ytra frelsis og naut forréttinda sem ekki voru í boði fyrir önnur yfirráðasvæði Rússa.

Alexander I (1777-1825) flutti eitt sinn ræðu á frönsku, þar sem hann ávarpaði fund Finnlandsþings, þar sem hann sagði: „Ég hef lofað að viðhalda stjórnarskránni ykkar, grundvallarlögum ykkar - og þessi samkoma tryggir að mér sé kleyft að standa við það loforð."  Finnland gekk í rússneska heimsveldið og var leyft að halda sænsku borgaralögunum. Alexanders II (1818-1881) er minnst fyrir þátt sinn í að endurreisa finnska þingræðið, eins og styttan hans, sem er fyrir framan Helsinki-dómkirkjuna á Öldungadeildartorginu, er til vitnis um.

Í um hundrað ár lagði Finnland nánast ekkert til í formi greiðslna fyrir ríkjasamsteypuna. Hið mikla sjálfræði olli Fennomania, finnskri þjóðernishreyfingu sem barðist fyrir því að finnska yrði notuð af íbúum svæðisins í stað sænsku, en sænskan hafði verið þvinguð upp á Finna um aldir. Skammlíf tilraun til rússneskuvæðingar Finnlands, sem gerð var seint á 19. og fram á 20. öld, varð að engu, þegar  finnskur embættismaður Eugen Schauman myrti Nikolay Bobrikov, ríkisstjóra Finnlands.

Rússneska byltingin breytti þessu og ríkjasambandið slitnaði.

Á 20. öld lentu Finnland, sem nú var orðið sjálfstætt, og Sovétríkin í tveimur andstæðum fylkingum. 30. nóvember 1939 markaði upphaf stutts en blóðugt stríðs milli landanna tveggja, sem var þekkt sem Vetrarstríðið. Opinber ástæða átakanna, var vilji sovéskra leiðtoga til að færa landamæri landsins frá Leníngrad vegna vaxandi spennu í Evrópu. Finnland hafnaði algjörlega kröfu um að skipst yrði á landsvæðum. Þrátt fyrir mikið tjón (yfir 100.000 manns féllu) neyddu Sovétríkin Finnland til að láta af hendi norðurhluta Karelsku eyjanna og fjölda annarra eyja í Finnskaflóa og til að samþykkja að leigja Sovétríkjunum hluta Hanko-skagans.

Finnland barðist með öxulveldunum alla síðari heimsstyrjöldina. Það fór í stríðið í júní 1941 og það er vel þekkt að Finnland hjálpaði Þýskalandi að halda Leníngrad í umsátri með því að halda óbreyttum borgurum í fangabúðum og með hernámi sovésku Karelíu. Það var ekki fyrr en árið 1944 sem Rauði herinn, fór að sækja fram og batt að lokum enda á þátttöku Finnlands í stríðinu.

Þessi tvö stríð náðu hins vegar ekki að breyta ríkjunum í svarna óvini. Þvert á móti, eftir að hafa áttað sig á tilgangsleysi þess að berjast við öfluga nágranna sína, hélt Finnland hlutlausri stöðu í gegnum kalda stríðið, á sama tíma og það hlúði að nánum efnahagslegum tengslum við Sovétríkin, sem síðan stuðlaði að efnahagslegum árangri landsins.

Finnska þjóðin naut einnig mikils álits á diplómatískum vettvangi, þar sem finnska höfuðborgin hýsti fjóra fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands. Árið 1975 hitti Gerald Ford, Leonid Brezhnev í Helsingi. Í kjölfarið kom svo leiðtogafundur Bush og Gorbatsjov árið 1990, fundur Bill Clintons með Borís Jeltsín árið 1997 og leiðtogafundur Trump og Pútín árið 2018.

18. maí 2022 má kalla daginn sem Finnland sagði skilið við hlutleysið. Þann dag sótti landið um aðild að NATO, ásamt Svíþjóð.

Enn sem komið er, hafa aðeins ungverska og tyrkneska þingið neitað að staðfesta aðild Finnlands að bandalaginu. Í skiptum fyrir samþykkt aðildar lofuðu yfirvöld í Stokkhólmi og Helsinki tyrkneskum stjórnvöldum, að hætta að styðja kúrdísk og tyrknesk stjórnarandstöðusamtök, framselja meðlimi Verkamannaflokks Kúrdistans og aflétta vopnasölubanni.

Utanríkisráðherra Finnlands, Pekka Haavisto, nefndi „kjarnorkuógnir Rússa“ sem aðalástæðu þess að sækjast eftir aðild að NATO. Þann 24. febrúar breyttist öryggislandslag í Evrópu, sagði hann. Vegna þess og að Finnland á landamæri að Rússlandi, vill Finnland finna fyrir stuðningi og styrkja varnir sínar.

Samskipti Rússlands og Finnlands hafa aldrei gefið tilefni til áhyggjuefna undanfarna áratugi, sagði Vladimir Olenchenko, háttsettur fræðimaður við Evrópufræðasetur IMEMO í Moskvu.

Í viðtali við RT lagði hann áherslu á að Finnland hefði mikinn hag af samstarfi við Rússland. Kristiina Hietasaari, forstöðumaður Visit Finland, spáði yfir 600 milljóna evra tekjutapi á ári sem afeiðingu þess að Finnar lögðu á bann gagnvart rússneskum ferðamönnum.

Olenchenko telur að mannlegi þátturinn sé lykilástæðan bak við þessa nýju stefnu finnsku ríkisstjórnarinnar.

„Þeir sem eru við völd í Finnlandi í dag hallast að Evró-Atlantshafsheiminum, það er Evrópu og Bandaríkin. Og þar sem Bandaríkin hafa tekið árásargjarna and-rússneska afstöðu, samræma sænsk og finnsk stjórnvöld viðleitni sína við stefnu Bandaríkjanna. Hvers vegna þeir gera það, er spurning sem við höfum ekki fengið nægar upplýsingar um. Það sem skiptir máli er að þessa stjórnmálamenn skortir pólitískt sjálfstæði, þar sem rök þeirra eru ekki afleiðing þeirra eigin greiningar eða athugana. Það eru bara afrituð slagorðin sem búin eru til í Bandaríkjunum,“ sagði hann.

And-rússnesk viðhorf í Finnlandi eru samt langt frá því að vera eins og í Eystrasaltsríkjunum, þar sem móðursýkin er á háu stigi, sagði Vadim Trukhachev, prófessor við deild alþjóðasamskipta, stjórnmálafræða og utanríkisfræða RSUH í Moskvu við RT

„Ólíkt Baltnesku löndunum, hafa Finnar lært að hagnast á nálægð sinni við Rússland, þrátt fyrir að hafa aldrei líkað við landið. Þangað til nýlega, hefur þeim tekist að fela sanna afstöðu sína til Rússlands, sem er ekki ósvipuð og Eistlendinga. Kynslóðaskipti  hafa orðið í finnskum stjórnmálum. Sanna Marin, 37 ára forsætisráðherra í dag, er ólík fyrrverandi forsetum Urho Kekkonen, Tarja Halonen, eða jafnvel 74 ára sitjandi forseta, Sauli Niinisto,“ sagði Trukhachev.

Fjölmiðlar kalla Niinisto stundum einn af hinum vestrænu „vinum“ Pútíns forseta. Og jafnvel núna, eftir að hafa talað fyrir aðild að NATO, er orðræða forsetans mun hófstilltari en hinna yngri forsætisráðherra hans. Í desember 2022 sagði hann að samband við Rússland væri mikilvægt fyrir þjóðina, samband sem Finnar þyrftu að varðveita, að minnsta kosti sem nágrannar með 1.340 km landamæri, jafnvel þó að það taki tíma að endurheimta traust Finnlands að fullu.

„Kynslóð Marins tekur gildi fram yfir peninga. Eins og komið hefur í ljós, hefur gamla finnska Rússlandstengda fælnin í Helsinki verið mögnuð af lönguninni til að fylgja evrópskum gildum sem nútíma Rússland passar ekki í. Þetta gerir Rússland sjálfkrafa að keppinaut, ef ekki að óvini. Og ,,hin sérstaka hernaðaraðgerð" í Úkraínu hefur vakið ótta Finna um að þeir gætu verið næsta eða þar næsta skotmark Rússlands,“ útskýrði Trukhachev.

Síðasti en ekki sísti þátturinn sem veldur verri samskiptum Rússlands og Finnlands, er lítill en áhrifamikill sænskur ættbálkur í finnskum stjórnmálum. RSUH prófessorinn kallaði þennan hóp „rússófóbískasta samfélag í Skandinavíu".

Olenchenko telur finnska stjórnmálamenn hafa beitt sér gegn langtímahagsmunum sínum að undanförnu. Breytingar á tvíhliða samskiptum við Moskvu munu óhjákvæmilega hafa áhrif á uppbyggingu efnahagslífs Finnlands, utanríkisviðskipti þess og lífskjör borgaranna. Hvers vegna Finnland vill allt þetta, er spurning sem ekkert skynsamlegt svar hefur fengist við.

„Ávinningurinn af hlutleysi er að halda sig fjarri skautunum, því það gerir [öllum] kleift að halda jöfnum samskiptum við alla, sem er gott fyrir efnahagslífið og almenning,“ sagði Olenchenko.

Það eru ólíkar skoðanir í Finnlandi um stefnu þess gagnvart Rússlandi og engar líkur eru til að vinstribandalagið, sem er hliðhollara Rússlandi, geti myndað eins flokks ríkisstjórn. En það er eini stjórnmálaaflið sem er á móti inngöngu í NATO. Finnska ríkisstjórnin er bandalag, þar sem helsti drifkraftur and-rússneskra viðhorfa er Græna deildin, en meðlimur þeirra Pekka Haavisto er utanríkisráðherra, bætti Olenchenko við.

Hann spáir því að samskipti Rússlands og Finnlands muni nú verða lík og Rússlands og Svíþjóðar, það er slæm, en betri þó en samskipti þeirra við Eystrasaltsríkin eða Pólland. Afstaða Finnlands til Rússlands verður harðari en flestra annarra ESB- landa. Þess má geta að Svíþjóð og Finnland starfa saman og þar er Svíþjóð í forystu.

„Þeir dagar eru liðnir þegar Rússar gátu verið yfirvegaðir og rólegir varðandi samskipti sín við Evrópu. Núverandi kynslóð stjórnmálamanna hefur markað sér reglur og gildi; Rússar eru í þeirra augum veik þjóð, sem nemur aðeins 2% af vergri landsframleiðslu heimsins, þjóð sem gæti að þeirra mati brotnað niður. Það hefur orðið til að raska jafnvæginu og sem þýðir það, að samningaviðræður við hana eru ekki inni í myndinni. Ríkisstjórn Finnlands fylgir þessari Evrópureglu,“ sagði Trukhachev.


Tímaviðmið - jólahald

Mynd af Vísindavefnum

Jólin eru ekki haldin á sama tíma ársins allsstaðar og það á sér sögulegar skýringar. 

Því hefur það óljósa merkingu að segja sem svo, þegar sagt er frá atburðum sem gerast þar sem jólin eru haldin á öðrum tíma en hjá okkur, að eitthvað hafi gerst t.d. í gær og bæta síðan við án skýringar ,,á jóladag".

Þegar enginn jóladagur var þar sem atburðurinn átti sér stað, eða hjá þeim sem atburðinum olli.

Fyrir nokkrum áratugum var ég ásamt skipsfélögum mínum staddur í Ríga í Lettlandi - sem þá tilheyrði Sovétríkjunum - rétt fyrir jól og við skemmtum okkur við að horfa á frábæra jóladagskrá þarlendrar sjónvarpsstöðvar. 

Skildum ekki orð af því sem sagt var, en nutum þó!

Fróður maður um borð, upplýsti okkur um að jóladagur í Rússlandi væri 6. janúar, en Lettlandi 25. desember.

Samkvæmt því var og er, jólahald austur þar á misjöfnum tíma og í Úkraínu er jóladagur 25. desember og í Rússlandi 7. janúar svo dæmi sé tekið.

Þegar fréttir eru sagðar af stríðinu milli Úkraínu og Rússa flækist málið við að nota jóladaga sem viðmið, af fyrrnefndum ástæðum.

Þegar jól eru í öðru landinu (Úkraínu), en ekki komin í hinu (Rússlandi) og þegar þau ganga í garð þar, þá eru þau gengin hjá í hinu!

Líklega er best að notast við við eitthvað annað viðmið í tímasetningum þegar sagðar eru fréttir af atburðum og árekstrum milli landa með svona ólíka siði. 

Ráðagóður ráðherra með ráð undir hverju rifi

Til vinstri við mynd Halldórs í Fréttablaðinu, er leiðari ritaður af Sigmundi Erni Rúnarssyni undir yfirskriftinni Bylur og bilun: https://www.frettabladid.is/skodun/bylur-og-bilun/

Undirritaður man eftir því að hafa lent í nokkurri bið á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs.
Ferðinni var heitið til Lundúna með vél B.A.
Vélin þurftir að bíða nokkuð lengi á vellinum til að færi gæfist til flugtaks, en þegar til London var komið var allt úr skorðum gengið þar líka vegna veðurs og lent var á miðborgarflugvellinum í stað Heathrow.
Við tók langur akstur í leigubíl yfir á Heathrow flugvöll og gisting þar í gistihúsi vegna þess, að flugi til áframflugs til Aþenu hafði líka verið seinkað, vegna veðurs!
Íslenskur innviðaráðherra verður ekki í vandræðum með að koma málum svo fyrir að svona nokkuð hendi ekki og ættu Bretar að tileinka sér ráðakænsku hins íslenska.
Hvort þar í landi er til ráðherra sem hefur undir rifi sínu ráð við hverjum þeim vanda sem af veðri getur stafað er undirrituðum ekki kunnugt um, en veit þó að hinn nýútsprungni forsætisráðherra þeirra Bretanna telur sig vita ráð við flestu.
Snjóbylur og ófærð kom ekki við sögu í þessu ferðaævintýri, aðeins hvassviðri og það hefði enga eftirmála af hálfu ,,innviðaráðherra" þeirra bresku.
Og náttúrulega ekki þess íslenska, þar sem ekki var búið að finna upp embættið þegar þetta var!

Elon Musk, Twitter og Sjónvarpið

 Í Staksteinum Morgunblaðsins var skrifað um manninn sem allt á og þó ekki alveg því hann á ekki nægar vinsældir til þess að notendur Twitters vilji hafa hann sem forstjóra fyrirbærisins.

Textinn er trúlega eftir Davíð Oddson ritstjóra en þar segir:

,,Seint verður sagt um Elon Musk, Tesla-eig­anda, Twitter-eig­anda og verðandi Mars­búa, verði hon­um að ósk sinni, að hann forðist sviðsljósið. Hann hef­ur hrært tals­vert í not­enda­regl­um Twitter eft­ir að hann tók þar við stjórn­inni og tek­ist að halda umræðunni um fyr­ir­tækið gang­andi, hafi það verið ætl­un­in [...]".

Eins og undirritaður þekkir þennan Twitter miðil er um að ræða möguleika til að birta stuttan texta (athugsemd) og hengja við hann viðhengi fyrir fólk til að lesa.

Musk mun hafa upplýst að miðillinn hafi verið notaður af fyrri eigendum til þess að styðja við stjórnmálafyrirbrigðið Rebúblikana hina bandarísku og þá náttúrulega ekki síst fígúruna sem þjónaði þjóð sinni og sjálfum sér sem forseti í fjögur ár og vildi alls ekki sleppa takinu þegar kjörtímabilið var liðið.

Trump verður samt að segja það til hróss, að hann gat haldið talsambandi við starfsbræður sína í Norður Kóreu og Rússlandi, en gekk ver með Elísabetu heitina. Sá sem líður um ganga Hvíta hússins nú um stundir, er ekki sérlega laginn við að halda slíku talsambandi, né yfirleitt að tala við mann og annan eins og hefur verið rakið með snilldarlegum hætti m.a. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.

En aftur að Twittereigandanum.

Sá er búinn að halda kosningu um hvort hann eigi að fara með framkvæmdastjórn miðilsins og ekki nóg með það, hann hefur upplýst um hvernig miðillinn hafi verið notaður til þjónustu við Biden í kosningabaráttunni, eða eins og segir í Staksteinum:

,,Meira máli skipta þær upp­ljóstran­ir sem Musk hef­ur staðið fyr­ir á miðlin­um um fyrri stjórn­end­ur og hvernig þeir beittu hon­um í póli­tísk­um til­gangi með því að stýra birt­ingu efn­is og rit­skoða. Twitter vann með demó­kröt­um við að stýra umræðunni fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2020 og gekk það einkum eft­ir vegna þess að starfs­menn Twitter voru mjög á bandi demó­krata en ekki re­públi­kana."

Og síðar og taki menn nú eftir:

,,Eng­um dett­ur í hug að Twitter hafi verið eins­dæmi í þessu, en eig­end­ur Face­book og annarra slíkra miðla eru ekki lík­leg­ir til að opna dyrn­ar fyr­ir óháðum blaðamönn­um og af­hjúpa með því hvernig þess­ir miðlar starfa."

Við sem gösprum á Facebook daginn langan ættum að hafa þetta í huga og verður þá einum þeirra gasprara hugsað til þess, hvernig Facebook hefur reynt að þagga niður í rússneskum miðlum eftir að Putinn þraut erendið í undanlátssemi sinni við úkraínsk ,,stjórnvöld".

Twitter er hins vegar bjargað ef svo má segja - í bili.

Hvort það sama megi segja um íslenska Ríkisútvarpð er ekki víst, sé tekið mið af því sem sást á skjá þess að kvöldi hins 20. desember, í einhverskonar umfjöllun um rússneskar ,,listakonur", en gæti verið efni í annan pistil!

Lausnir, vandamál og fleira

 Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ræddi við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum ,,Okkar á milli" í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

2022-12-14 (5)Vigdís hefur vakið athygli fyrir glæsilega framgöngu og rétt er að taka fram að undirritaður minnist þess ekki að hafa hitt hana, en hefur fylgst með framgöngu hennar og hrifist af.

Það er óhætt að segja að ferskir andar hafi leikið um Bændasamtökin síðustu ár, með nýju fólki, nýju skipulagi og viðhorfum og rétt er að það komi fram: að við vorum nokkuð mörg sem vorum búin að bíða lengi eftir þeirri breytingu.

Að mati þess sem þetta ritar byrjaði breytingin með Sindra Sigurgeirssyni og hefur síðan aukist og eflst með Gunnari Þorgeirssyni garðyrkjubónda.

Það leika sem sagt ferskir vindar um samtökin síðustu árin og var sannarlega kominn tími til.

Samtökin höfðu - líklega frá upphafi - snúist um búgreinarnar sauðfjárrækt, nautgriparækt og síðan allar hinar og helgaðist það vitanlega af því að þessar greinar höfðu fylgt búskap í landinu svo lengi sem elstu menn mundu.

Undirritaður er alin upp fyrstu árin eftir miðja síðustu öld á Seltjarnarnesi og man eftir hænsnabúi þar til eggjaframleiðslu; sér fyrir sér mennina við að flokka, merkja (stimpla) og raða eggjum í bakka og samkvæmt því eru að minnsta kosti hálfur sjötti áratugur síðan að hænsnarækt hófst í landinu og reyndar er það mun lengri tími!

Eftir að vera fluttur til Reykjavíkur um 1960 man ég líka eftir að rætt var um svínabúskap út á Reykjanesi og ekki má gleyma Jóni heitnum Guðmundssyni, sem að öðrum ógleymdum, stundaði kjúklingarækt til kjötframleiðslu á Reykjum í Mosfellsbæ. Kartöflubændur voru líka vítt um landið og vafstrið í kringum þá starfsemi gekk svo langt að stofnuð var illu heilli Grænmetisverslun landbúnaðarins.

Svo virtist sem allt þetta búskaparvafstur færi framhjá þeim sem stjórnuðu málefnum landbúnaðarins. Í þeirra augum var landbúnaðurinn sauðfjárrækt og nautgriparækt og önnur framleiðsla, sérstaklaga til kjötframleiðslu, var flokkuð sem ógn við hinar gömlu og grónu greinar.

En auðvitað vissu menn að annað var til og hafði verið til frá öndverðu, en það hentaði bara ekki að hugsa málin frá því sjónarhorni og svo er því ekki að neita, að kúa og sauðfjárræktin voru stærstar og þar voru hagsmunirnir mestir.

En aftur að upphafinu þeim Vigdísi og Gunnari og þó aðallega greininni hennar Vigdísar og viðtalinu í þættinum ,,Okkar á milli".

Vigdís er eitt þeirra barna sem ættleidd voru um langan veg til Íslands og sem ekki voru spurð hvort þau vildu fara til annars lands, til nýrra foreldra og í annan heim. Það kom fram í viðtalinu að Vigdís er þokkalega sátt við sinn hlut, er raunsæ og metur tilveruna af yfirvegun og skynsemi og talar norðlensku!

Það er skoðun undirritaðs að það hafi verið góður fengur að fá hana til starfa hjá Bændasamtökunum með Gunnari og öðrum þeim fersku vindum sem um samtökin hafa blásið síðustu misserin og að rétt sé að óska þeim góðs gengis í störfum sínum og í lífi sínu.

Hér verður ekki farið út í það að reyna að endursegja greinina sem Vigdís skrifaði, en áhugasamir geta reynt að lesa hana af skjáskotinu, en best er þó að ná sér í textann á vef Morgunblaðsins.

Gef mér smáaur..

 

Í frétt Kjarnans frá því í gær segir:
,,Styrkur upp á 100 millj­ónir króna, sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar ætl­aði að úthluta [...]. Styrknum var bætt á fjár­lög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingva­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins N4 á Akur­eyri. Í beiðn­inni bað hún um að 100 millj­ónir króna myndu verða látnir renna úr rík­is­sjóði til mið­ils­ins. ­Full­­trúar stjórn­­­ar­­flokk­anna í nefnd­inni sam­­þykktu fjár­­heim­ild­ina. Þeirra á meðal var Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann er mágur fram­kvæmda­stjór­ans."
Og:
,,Í nefnd­ar­á­liti [...] segir að við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið hafi verið sam­þykkt til­laga um tíma­bundið fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð. „Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meiri hlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp.“"

Augljóst er hves vegna tillagan um 100 milljónir af almannafé var dregin til baka, en um það segir í Kjarnanum:
,,Heim­ildir Kjarn­ans herma að ráð­herrar í rík­is­stjórn hafi látið sig málið varða, enda þótti afar slæmur bragur á því þegar stjórn­ar­þing­menn af lands­byggð­inni ákveða án rök­stuðn­ings að láta almannafé renna til fyr­ir­tækis í sínu kjör­dæmi, eða sem er stýrt af ein­stak­lingum í þeirra fjöl­skyldu."
Um eignarhaldið segir: ,,N4 er meðal ann­­­ars í eigu KEA, Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga og Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar, sem á hlut í gegnum Fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lagið Vör. Stærsti eig­andi Síld­­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji, eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er með höf­uð­­­stöðvar á Akur­eyr­i."

Síðan segir:
,,Í sam­tali við mbl.is í dag kom fram að eng­inn starfs­maður N4 er titl­aður sem rit­­stjóri og eng­inn er titl­aður frétta­mað­ur. Aðspurður hvort N4 líti á sig sem frétta­miðil sagði Jón Stein­­dór Árna­­son, stjórn­­­ar­­for­maður N4, að það væri „svo­­lítið erfitt að svara fyr­ir það nema þú skil­­grein­ir fyr­ir mig hvað er frétt.“"

Það er sem sagt bæði loðið og teygjanlegt hvað sé frétt, en við fylgjum frásögninni eftir því seinna segir:
,,Í öðru lagi til­­tók María að mörg sveit­­ar­­fé­lög hafi verið til­­­búin að styrkja þátta­­gerð af sínum svæð­um, ýmist með beinum styrkjum til þátta­­gerðar eða kaupum á þjón­­ustu. „Nú bregður svo við að aðal­­bakland­ið, Norð­­ur­land allt, hvarf frá þessu 2022 en hélt okkur volgum fram eftir ári. Það komu að lokum rúmar 4 millj­­ónir sam­tals í þjón­ust­u­­kaup frá 12 sveit­­ar­­fé­lögum á Norð­­ur­landi eystra nú í lok árs. ( ca 26.000.- að með­­al­tali á mán­uði frá hverju þeirra ). Þetta hefur sett rekstur stöðv­­­ar­innar í algjört upp­­­nám. Og þar með er fram kominn rökstuðningur fyrir því að ríkissjóður færi fjölmiðlinum almannafé, að ,,Norðurland allt" hvarf frá því að leggja fram fjármuni til rekstrarins. Jafnvel alþingismenn í stjórnarmeirihluta ættu að geta sérð að rökstuðningur af þessu tagi stenst ekki skoðun.
Auk þessa er sagt til stuðnings umsóknini að ,,aug­lýs­inga­­tekjur hefðu stór­minnkað" og kennt er um að erlendir fjölmiðlar hafi gleypt til sín auglýsingarnar."

Í lok umfjöllunar Kjarnans segir:
,,Á grund­velli þessa rök­­stuðn­­ings ákvað meiri­hluti fjár­­laga­­nefndar að veita N4 100 millj­­ónum króna úr rík­­is­­sjóði. Meiri­hlut­ann skipa Bjarkey Olsen Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefndar og þing­­maður Vinstri grænna, Har­aldur Bene­dikts­­son, Bryn­­dís Har­alds­dóttir og Vil­hjálmur Árna­­son úr Sjálf­­stæð­is­­flokki og Þór­­ar­inn Ingi Pét­­ur­s­­son og áður­nefndur Stefán Vagn.
Allir þessir þing­­menn utan Bryn­­dís­­ar, sem kemur úr Suð­vest­ur­kjör­dæmi, eru þing­­menn lands­­byggð­­ar­­kjör­­dæma. Þeir Stefán Vagn og Har­aldur eru úr Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, en fram­­kvæmda­­stjóri N4 og mág­kona Stef­áns Vagns er búsett á Sauð­ár­­króki sem er í því kjör­­dæmi. Þau Bjarkey og Þór­­ar­inn Ingi eru úr Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi, þar sem höf­uð­­stöðvar N4 eru.
Í siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn segir í 5. grein að þing­­menn skuli „ekki nýta opin­bera stöðu sína til per­­són­u­­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra“. Í 11. grein segir svo að þing­­menn skuli við störf sín forð­­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­­ars vegar og fjár­­hags­­legra eða ann­­arra per­­són­u­­legra hags­muna sinna eða fjöl­­skyldu sinnar hins veg­­ar. „Tak­ist þing­­manni ekki að koma í veg fyrir hags­muna­á­­rekstra af þessu tagi skal hann upp­­lýsa um þá.“"

Sannleikurinn er sá, að þau hefðu eins getað sagt í rökstuðningnum fyrir umsókninni:
Okkur langar bara í smáaur til að leika okkur með! Gerið þið það verið nú örlát og góð!
Myndirnar eru skjáskot úr frétt Kjarnans og feitletraði og skáletraði textinn er Kjarnans. Undirstrikun á einum stað í tilvitnuðum texta er frá höfundi þessa pistils.


Tvær konur og hvorug í fríi

 Tvær konur, voru á síðum Morgunblaðiðsins með eins dags millibili fyrir fáum dögum. 

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sagði samkvæmt frásögn blaðsins, sem er undir yfirskriftinni ,,Aðhald stjórnarinnar lagt á almenning"

,,„Verjum heimilisbókhaldið“ og „Vinnum gegn verðbólgu“ kallast tveir flokkar breytingatillagna Samfylkingarinnar við fjárlög næsta árs þar sem [...] er lagt til að vaxtabætur til millitekjufólks hækki um 50 prósent, 17 milljörðum verði varið til mótvægisaðgerða gegn verðbólgu, barnabætur hækki og eins fjármagnstekjuskattur."

Blaðið hefur síðan eftir Kristrúnu: „Allt aðhald rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lagt á al­menn­ing. Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hækk­ar skatta með hækk­un krónu­tölu­gjalda sem falla þyngra á fólk eft­ir því sem það hef­ur lægri tekj­ur. Sam­fylk­ing­in vill sýna að það er hægt að fara aðra leið í þess­um efn­um."

Hún sagði Samfylkinguna vilja verja heimilin í landinu og vinna gegn verðbólgunni, að möguleikar til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur verði takmarkaðir með lokun á ehf. ,,gatinu" og að álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða, að lækkun bankaskatts verði afturkölluð að hluta og að húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar.

Helga Vala Helgadóttir fjallar um frumvarp um útlendingalög í sinni grein og finnur þar ýmislegt sem betur má fara og bendir á að ekki sé víst að það standist ákvæði stjórnarskrár að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna hvort svo sé! 

Frumvarpið sé ætlað til fælingar og að ekki sé tekið tillit til alls þess fjölda sem sótt hafi til landsins vegna ástandsins í Úkraínu og Venesúela. 

Hún gagnrýnir einnig að til standi að svipta fólk húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu, ef það hafi ekki haft sig á brott þegar 30 dagar eru liðnir frá synjun og segir að flestir umsagnaraðilar hafa mótmælt því atriði. 

Hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hugsað sér að fylgja þessum hugmyndum eftir, liggur ekki fyrir, en sporin hræða. Vandinn myndi vitanlega færast yfir á sveitarfélögin sem ekki standa vel eins og flestir vita. Helga Vala bendir á að ekkert Norðurlandanna hafi farið þessa leið. 

Hugmyndir dómsmálaráðherra ganga út á að senda fólk sem er í þessari stöðu, til einhverra landa utan Evrópu en ekki kemur fram hver þau lönd eru! Eins og sjá má og Helga Vala bendir á, er frumvarpið meira en lítið gallað og þarfnast endurskoðunar, eða að semja verði það að nýju.

Útlendingalögin virðast okkur leikmönnum, vera bæði loðin og teygjanleg, en sé svo ekki, þá er framkvæmdin talsvert frjálsleg svo ekki sé meira sagt og ef til stendur að endurnýja þau með furðu sem þessari, þá er erfitt að skilja hvers vegna verið er að leggja vinnu í verkið.

Rétt er að taka fram að ritari þessa pistils las ekki yfir tillögur Kristrúnar, heldur studdist við frásögn Morgunblaðsins af tillögunum. Grein Helgu Völu Helgadóttur birtist í blaðinu og má lesa þar.



Samningurinn um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Samsett mynd úr safni, sem sýnir hluta þeirrar umræðu sem hefur mátt sjá að undanförnu varðandi sauðfjárræktina, þar sem rætt er um fækkun dilka sem koma til slátrunar og markaðsstöðu íslensks lambakjöts. .

Að undanförnu hafa forystumenn sauðfjárbænda vakið athygli á því hve illa sé að þeim búið í samfélaginu.

Af því tilefni er ekki óeðlilegt að skoða samninginn sem gerður var milli Bændasamtakanna og Stjórnvalda um kjör þeirra.

Samningurinn er frá 2016 og ber yfirskriftina ,,SAMNINGUR um starfsskilyrði sauðfjáræktar" og í fyrstu grein koma markmiðin með gerð hans fram:

,,Meginmarkmið þessa samnings er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi. Það verði gert með því að hlúa að þeirri menningu sem tengist sauðfjárrækt um leið og stuðlað er að framþróun, nýsköpun, nýliðun og eflingu byggðar um allt land.  

Að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu. 

Að treysta stoðir sauðfjárræktar í byggða- og atvinnulegu tilliti.  

Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum.  

Að stuðla að fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði fyrir neytendur.  

Að efla gæðastýrða sauðfjárframleiðslu og aðra þætti sem henni tengjast þar með talið velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu. 

Að efla markaðsstarf, nýsköpun og markaðsvitund í sauðfjárrækt með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og möguleika greinarinnar til að nýta sóknarfæri á erlendum mörkuðum og gagnvart ferðamönnum."

Í svokölluðum ,,Viðauka 1" er áhugaverð tafla sem sýnir fjárútlát ríkissjóðs á samningstímabilinu:

Við erum enn stödd á árinu 2022 þegar þessi samantekt er gerð og eins og sjá má eru útgjöld ríkissjóðs samkvæmt því sem í samningnum segir 4.633 milljónir krónur á því ári.
Samningnum fylgir ,,Tafla 2 – Býlisstuðningur" sem virðast vera greiðslur háðar framleiðslumagni og bundnar við þann fjárfjölda sem er á hverju búi:


Þeir sem skrifa undir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru þáverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra ásamt fjármála og efnahagsráðherra. Fyrir hönd Bændasamtakanna er það þáverandi formaður þeirra og fyrir hönd Landsamtaka sauðfjárbænda Þórarinn Ingi Pétursson, núverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Og eins og sjá má er tilgangur samningsins að: efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi.

Við sjáum hér að ofan að ekki er nærri allt upp talið, en ,,leiðarljósið" fannst og ríkissjóður fannst og jafnvel þingsæti líka.

En þrátt fyrir að allt þetta hafi fundist og ómældar peningafúlgur hafi fundist og verið greiddar, virðist sem grundvöllurinn fyrir þessu öllu hafi ekki fundist. Því þó oft hafi verið hart í ári hjá búgreininni á árum áður, er svo að heyra og sjá, sem staðan sé enn slæm og jafnvel verri en það.

Því nú virðist sem stefni í skort á offramleiðsluvanda - sem sést ef samsetta myndin hér efst er skoðuð -  og svoleiðis vandi er víst ekki góður, fyrir þá sem vanir eru við offramleiðslu að búa.

Samningurinn er verðtryggður svo sem við er að búast, eða eins og segir í 14. grein:

,,Árleg framlög samkvæmt samningi þessum miðast við forsendur fjárlaga fyrir árið 2016, en taka árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu fjárlaga. Ef þróun meðaltalsvísitölu neysluverðs (meðaltal ársins) verður önnur en verðlagsforsendur fjárlaga á árinu, skal mismunurinn leiðréttur í fjárlögum næsta árs."

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...