Sameiningar og sundrun

 Sauðfjárbændur vilja slátra fé sínu heima á búum sínum, á sama tíma og afurðastöðvarnar vilja fá heimildir til hagræðingar í rekstrinum með sameiningu.

Gunnar Þorgeirson formaður Bændasamtaka Íslands hvetur til sameiningar afurðastöðva í hagræðingarskyni, en umbjóðendur hans í sauðfjárræktinni hvetja til hins gagnstæða og vilja auk þess fá afslátt af eftirlitsgjöldum.

Þeir telja sig ekki þurfa að hagræða heldur hið gagnstæða, nema það falli undir hagræðingu að fylgst sé með vinnslu kjötafurða í gegnum vefmyndavélar; vélar sem þá eru svo næmar að þær skila góðri mynd af áferð og jafnvel lykt og eru það fullkomnar, að þær eru sem dýralæknar séu á vakt sinni. 

Skjámynd 2023-05-27 110619Hvort hugmyndirnar eru annað og meira en draumórar líkir þeim sem sjást í vísindaskáldsögum á hvítu tjaldi og/eða sjónvarpsskjá, mun koma í ljós. Sé svo, þá hljóta þær að koma að sama gagni í stærri sláturhúsum og er þá gott til þess að vita, að ekki þurfi að stóla á mannshönd, né auga í þeim framtíðartrylli sem sauðfjárbændur  sjá fyrir sér og hyggjast innleiða.

Það hefur verið tínt til að í Bandaríkjunum sé leyfð ,,heimaslátrun" til kjötsölu og að aðfarir við aflífanir séu svo sem sést á mynd hér til hliðar, sem birtist í Bændablaðinu þegar fyrri umræðuholskefla af þessu tagi reið yfir.

Slátrun gripa heima á búum hefur verið stunduð um aldaraðir, en við búum í breyttu samfélagi frá því sem var og því er vert að skoða það sem formaður Bændasamtaka Íslands. segir í viðtali við Morgunblaðið 30. ágúst s.l., þar sem rætt er um sameiningu sláturhúsa og afurðastöðva:

,,„Ég er ný­kom­inn af fundi í Dan­mörku með for­mönn­um bænda­sam­tak­anna í Skandi­nav­íu og þar hitti ég slát­ur­hús­stjóra Dan­ish Crown sem slátr­ar um 90% af öll­um grip­um í Dan­mörku. Ég held ekki að sam­keppnis­eft­ir­litið í Dan­mörku sé að tala um að skipta því ágæta fyr­ir­tæki upp. Sam­keppnis­eft­ir­litið hér mæl­ir aft­ur á móti ekki með því að þessi heim­ild verði veitt, hvorki til samruna, sam­vinnu né ann­ars. Þess­ar ein­ing­ar okk­ar eru alls ekki hag­kvæm­ar í rekstri, fyr­ir­komu­lagið er allt of dýrt. Með því hvernig Sam­keppnis­eft­ir­litið túlk­ar þetta þá er verið að koma í veg fyr­ir hagræðingu. En ég vona að frum­varpið, sem mat­vælaráðherra ætl­ar að leggja fram, leiði til hagræðing­ar í rekstri í afurðageir­an­um. Það er það sem okk­ur dreym­ir um,“ seg­ir Gunn­ar Þor­geirs­son." 

Á sama tíma og verið er að berjast fyrir aukinni hagræðingu bændum og neytendum til hagsbóta, eru sumir sauðfjárbændur að berjast fyrir því að slátrun og að m.k. frumvinnsla geti farið fram á búunum sjálfum.

Hvernig fer þetta saman?

Vantraust, sverta o.fl.

 

Ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um orkumál, búsetuúrræði og hvalveiðar og er þá eflaust ekki nærri allt upptalið, en þeir eru sammála um eitt og það er, að hanga saman í ríkisstjórn svo lengi sem límið á stólsetunum heldur.

Þó er von hjá sumum og hún felst í því, að til eru þeir sem gætu hugsað sér að stíga fram og koma  með vantrausttillögu og það er meira að segja sagt í fyrirsögn að tillagan sé væntanleg!

Hvort af því verður veit víst enginn og um afdrif slíkrar tillögu er vont að spá, en svarta hagkerfið hefur vaxið mikið og sagt er að ólögleg starfsemi sé í flestum iðngreinum.

 ,,„Staðan er sú að eft­ir­lit með því að starfað sé á grund­velli til­skil­inna leyfa, þ.e. sveins- og meist­ara­bréfa, í iðngrein­um á Íslandi er lítið sem ekk­ert. Það er sam­bæri­leg staða í öll­um iðngrein­um. Ein­stak­ling­ar geta stofnað fyr­ir­tæki og veitt þjón­ustu án þess að hafa rétt­indi eða leyfi til þess.“" [...] ,,,,Vanda­málið er mun víðtæk­ara en áður var talið. „Það sem er verra er að stjórn­völd hafa ekki gefið neyt­end­um þau tæki sem þarf til að kanna hvort ein­stak­ling­ar séu með til­skil­in rétt­indi. Það er hvergi að finna op­in­bera skrán­ingu yfir þá sem hafa sveins- og meist­ara­próf. Neyt­end­ur eiga mjög erfitt með að átta sig á því hvort veit­andi þjón­ustu er til dæm­is í raun og veru húsa­smiður eða snyrti­fræðing­ur.“" [...] ,,Björg seg­ir ljóst að fylgni sé til staðar milli fyrr­greindra lög­brota og svarta hag­kerf­is­ins sem blómstri. „Þar sem ein­stak­ling­ar án rétt­inda greiða ekki skatta til sam­fé­lags­ins. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki á Íslandi starfa ekki í sam­ræmi við lög.“" 

Ljósi punkturinn er, að góður hagnaður er hjá Landsvirkjun, en dregst hins vegar saman hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Tré, myllur, stjórnmálamenn o.fl.

 Það er eitt og annað í fernu dagsins og er þar fyrst að nefna aðsenda grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf Halldórsson líffræðing.

Þar segir, að Bubbi Morthens hafi látið skammir dynja vegna illrar meðferðar á íslenskri tungu, en eftir þá umfjöllun, snýr höfundur greinarinnar sér að þeim sem vilja koma trjágróðri í Öskjuhlíðinni fyrir kattarnef.

Skjámynd 2023-08-26 141835Sagt er að trén torveldi flugtök frá flugvellinum í Vatnsmýrinni, en á því vandamáli er til önnur lausn og hún er sú, að koma flugvellinum burt úr miðbæ borgarinnar og t.d. í Löngusker eins og góður maður benti eitt sinn á, en lítið hefur verið gert með.

Væri farin sú leið fengju Framsóknarmenn ósk sína uppfyllta, en eins og flestir vita mega þeir ekki til þess hugsa að flugvöllur innanlandsflugs sé annarstaðar en í miðborginni.

Völlurinn yrði sem sé við miðborgina en ekki í henni og yrði þ.m. framsóknarleg niðurstaða af besta tagi. Niðurstaða sem sameinaði þörf(!?) þeirra fyrir miðborgarflugvöll, en myndi frá sjónarhorni framsóknar hafa þann galla, að borgin gæti byggst upp á eðlilegan hátt.

Allt getur þetta þó skyndilega breyst, vegna þess að nú styttist í að Framsóknarmaður taki við borgarstjórastólnum og eins og við könnumst við, þá er ekki sama hvoru megin borðs er setið, hvað varðar afstöðu til mála og málefna.

Greinarhöfundur bendir á, að sjúkraflugi megi þjóna með þyrlum líkt og gert er, en hægt væri að láta þyrlurnar lenda á til þess gerðum palli, á eða í grennd við Landsspítalann. Í greininni er einnig reifaður sá möguleiki að nota þyrlur til farþegaflugs, en það er örugglega of framúrstefnuleg hugmynd fyrir hin góðu framsóknarhjörtu og því ekki inn í myndinni!

Við skoðum líka viðtöl blaðsins við forustumenn stjórnarandstöðuflokkanna á þingi og þar vekur mesta athygli það sem haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar, sem er eftirfarandi:


„Stóra frétt­in í dag er að fjár­málaráðherra sé bú­inn að kasta frá sér ábyrgð á efna­hags­mál­um. Vegna þess að hann full­yrðir að það sé ekki hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vinna bug á verðbólg­unni held­ur hlut­verk Seðlabank­ans,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við mbl.is í gær og seg­ist velta fyr­ir sér trú­verðug­leika rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þegar leitað var eft­ir áliti henn­ar á aðgerðum í rík­is­fjár­mál­um sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra boðaði í dag. 
Þar voru kynnt áform um niður­skurð og aðhaldsaðgerðir í rík­is­rekstri á næsta ári. „Þetta er ekki það sem al­menn­ing­ur þarf að heyra núna,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að aðgerðirn­ar ein­ar og sér séu góðar og gild­ar, enda snú­ast þær um að reka ríkið bet­ur. Hún geti þó ekki séð að það sé stór póli­tísk ákvörðun að reyna að reka rík­is­stofn­an­irn­ar bet­ur. Það sé ei­lífðar­verk­efni."

Rætt er líka við hina leiðtogana úr stjórnarandstöðunni, en þar kemur fátt markvert fram eftir því sem séð verður. Hægt er að kynna sér viðtölin t.d. á mbl.is.

Þykkvabæjarvindmyllurnar verða senn reistar að nýju, það er að segja, ef umhverfisvæningjar munu ekki rísa upp og finna þeim allt foráttu.

Eins og kunnugt er, nýta þær vindorku til að framleiða raforku og örugglega er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé skaðlegt fyrir andrúmsloftið.

Fjórða fréttin sem hér er á mynd, segir frá leit að jarðneskum leifum japanskra hermanna sem taldir eru geta verið í neðanjarðarhellum á eynni Iejima, en í fréttinni segir m.a.:

,,Nærri ára­tug­ur er liðinn frá því að fyrstu vís­bend­ing­ar fund­ust um hella­kerfið. Var kerf­is­ins getið í göml­um og ryk­fölln­um skjöl­um hers­ins á þjóðskjala­safni Banda­ríkj­anna. Kem­ur þar m.a. fram að 306. fót­gönguliðasveit hafi dag­ana 15.-24. apríl 1945 bar­ist af mik­illi hörku við sveit­ir Jap­ana, u.þ.b. 1 km norðaust­ur af fjall­inu Gusuku. Segja skjöl­in 106 jap­anska her­menn hafa fallið í bar­dag­an­um. Skömmu eft­ir að þess­ar upp­lýs­ing­ar komu í ljós var ákveðið að hefja leit, en japönsk stjórn­völd settu leit­ar­mönn­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Nú stefn­ir hins veg­ar á ný í form­lega leit."

Það er eitt og annað, sem fengist er við í veröldinni og þetta voru aðeins örfá dæmi af þeirri iðju og öll fengin úr Morgunblaðinu.

Veiðar og stjórnlyndi

 Fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum, ákvað sjávarútvegsráðherra að banna hvalveiðar einum degi áður en þær áttu að hefjast.

Skjámynd 2023-08-23 065034

Er þar enn eitt dæmið um hvernig þeir sem ekki eru kunnugir atvinnurekstri geta lent í því að taka sérkennilegar ákvarðanir, einfaldlega af því að þeim dettur eitthvað í hug og sjálfsagt stundum vegna þrýstings frá fólkinu sem á bakvið þá sendur.

Lagasmiðum hefur auk þess tekist að búa svo um hnútana að ráðherrar geta misfarið með vald svo sem dæmi sanna.

Ekki má heldur gleyma þeim sem halda sig við rökin og finna það úr með röksemdafærslu að atvinnurekstur, af einu eða öðru tagi, sé ekki arðbær, en það er þannig með arðbærnina, að mat á henni getur farið talsvert mikið eftir því hver metur og á hverju hann byggir mat sitt.

Auðvelt er, svo eitt dæmi sé tekið, að færa rök fyrir því að sauðfjárbúskapur og kúabúskapur sé ekki arðbær, en þrátt fyrir það hefur sjálfsagt engum dottið í hugað banna þá starfsemi, þó vera kunni að mörgum þyki nóg um hve miklum peningum af almannafé er varið til styrktar búgreinunum. Það hefur verið mat manna að nauðsynlegt sé að halda þessari framleiðslu uppi til að tryggja matvælaframboð í landinu og um það hefur verið tiltölulega lítið deilt.

Eins og sést á fyrirsögninni hér að ofan, þá er það metið svo af Intellicon að: ,,Hval­veiðar hafa ekki verið arðbær at­vinnu­grein á síðustu árum í því rekstr­ar­um­hverfi sem grein­in hef­ur búið við og bein efna­hags­leg áhrif hval­veiða eru ekki mik­il í þjóðhags­legu sam­hengi, ef miðað er við út­flutn­ings­magn og verðmæti und­an­far­in ár."

Skjámynd 2023-08-26 060222Um skýrsluna segir forstjóri Hvals h.f., að í henni sé ekkert nýtt og bætir við: „Hval­veiðarn­ar eru at­vinnu­rekst­ur sem hef­ur átt und­ir högg að sækja hjá ákveðnum stofn­un­um hér á landi und­an­far­in ár. Ef fyr­ir­tækj­um er haldið frá rekstri eins og gerst hef­ur í okk­ar til­felli, þá er erfitt að gera það ár upp með hagnaði“.

Ef einhver ef fær um að meta hagkvæmni rekstrar fyrirtækisins, þá hlýtur það að vera Kristján Loftsson forstjóri þess!  

Það sem unnist hefur með hvalveiðibanninu er að besti tíminn til veiðanna er liðinn hjá, haustveðrin fara að láta á sér kræla og skipum og mannskap er gert erfiðara fyrir með að vinna vinnu sína.

Vonandi hefur það ekki verið tilgangurinn með banninu!

Svarið, tapið og veiran

 Rekstrartapið, veiruafbrigðið og augljósa svarið, er það sem málin snúast um í dag.

Skjámynd 2023-08-21 073540Tækniskólinn er rekinn með ,,meðvituðu" tapi, enda trúlegast ekki mikið val á öðru þegar aðsóknin er meiri en áætlanir hafa gert ráð fyrir. 

Það hefur við okkur loðað að meta verknám minna en bóknám, enda er mun ódýrara að reka skóla sem byggjast á bóknámi og eru ástæðurnar næsta augljósar.

Bóknámið verður ekki í askana látið var sagt og þó nokkuð sé til í því, þá er það óralangt frá því að vera rétt. 

Augljósega er tækninám og verklegt, þjóðinni nauðsynlegt og það þurfum við að hafa í huga. Án tækniþekkingar og verklegrar kunnáttu förum við ekki langt í nútímanum.

Veiruskömmin, - sem varð til með óupplýstum hætti þótt ýmsar kenningar hafi komið fram - er farin að láta á sér kræla að nýju, þó hún sé ekki komin til Íslands svo vitað sé. Má það merkilegt heita eins og straumur fólks erlendis frá er mikill.

Forsætisráðherrann hefur augljós svör við spurningum eins og við mörg vitum og frá því er sagt í Morgunblaðinu. Spurningin er reyndar ein, sé að marka fyrirsögnina og er hún um hver beri ábyrgð á flóttamönnum sem komnir eru til landsins.

Sé rétt skilið það sem forsætisráðherrann segir um málið, þá eru það sveitarfélögin sem ábyrgðina bera og ekki er nú alveg víst að allir séu því sammála.

Gera má ráð fyrir að flóttamenn sem til landsins koma, séu að koma til landsins en ekki einhverra tiltekinna sveitarfélaga. Þeir séu á flótta úr landi og til lands.

Það er ólíklegt að þeir hafi ætlað sér að fara til einhvers sveitarfélags. Með þeirri undantekningu þó, að millilandaflugvöllurinn er í Keflavík og því er hugsanlegt að þeir hafi ætlað sér þangað, en aðeins hugsanlegt.

Það er frekar fjarlægumöguleiki og líklegast er að stefnan hafi verið tekin á landið Ísland, þar sem eygja megi von um bjartari framtíð, eða að minnsta kosti einhverja framtíð.

Við þetta er því að bæta að í Kastljósi RÚV, sem kom úr sumarfríi í gærkvöldi, var til viðtals hinn nýi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir og skýrði hún málið af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt því sem þar kom fram er ljós fyrir enda ganganna fyrir þau sem á flótta eru, svo þeir og við hin, getum gert okkur von um að málið leysist með farsælum hætti.

Ríkisstjórnin stjórnar landinu öllu, en sveitarfélögin eiga líka hlut að máli og koma til með að sjá um það sem að þeim snýr, lendi fólk á vergangi. 

Fólkið fór þaðan sem það var og stefndi á Ísland og því er það ríkisstjórn Íslands sem hlýtur að axla ábyrgðina að stærstum hluta.

Ríkisstjórnin hefur reyndar sýnt vilja sinn í verki í þessu efni og t.d. flutt inn dálítið skrýtnar dömur frá Rússlandi, en hafði skömmu áður vísað á brott frekar venjulegum hjónum frá því ágæta landi. Karlinn hafði tjáð óánægju sína með hina sérstöku hernaðaraðgerð og var kominn upp á kant við rússnesk stjórnvöld og óttaðist um sinn hag.

Það var allt í tíð fyrrverandi dómsmálaráðherra og sem vonandi endurtekur sig ekki með þeim sem tekinn er við.

Það er sem sagt, eitt í dag og annað á morgun, á ríkisstjórnarheimilinu sem víðar, og því verðum við, sem ekki erum innvígð í fræðunum sem á er byggt, dálítið ringluð og líklegast er að svo verði áfram. 

Hvar eru við og hvert erum við að fara?

 ,,Sveitarfélögin í mjög erfiðri stöðu", ,,Við verðum að gera þetta hraðar", ,,Íbúar landsins orðnir 395.578" og ,,Þarf að vanda leyfisveitingar", eru nokkrar þeirra fyrirsagna sem sjá mátti í fréttum í liðinni viku.

Skjámynd 2023-08-17 142624Það eru málefni hælisleitenda sem eru umfjöllunarefni þeirrar fyrsttöldu og þar segir frá því að sveitarfélögin séu í afar erfiðri stöðu varðandi það rísa undir því sem fylgir hinu mikla aðstreymi flóttamanna til landsins.

Þar segir einnig frá því að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu harmi stöðu þeirra hælisleitenda sem ekki geti notið grunnþjónustu vegna breytinga sem gerðar voru á útlendingalögum.

Málið er erfitt og snúið, eins og nærri má geta og ekki gott til þess að hugsa, ef fólk fer að verða úti á komandi vetri, sem nálgast hratt.

Þó nær ómögulegt sé til þess að hugsa í þeirri veðurblíðu sem verið hefur, að svo geti farið.

Vandi yfirvalda er mikill og þau sem frammi fyrir vandanum standa, eru sannarlega ekki öfundsverð.

Vonandi finnst einhver ásættanleg lausn á málinu fyrr en seinna og fréttir hafa borist af því að viðræður hafi verið í gangi þar um milli sveitarfélaganna og ríkisins.

Virkjanamálin hafa líka verið til umræðu og augljóst má vera að þar erum við sem þjóð komin í öngstræti vegna, að því sem virðist vera ótakmarkaðir möguleikar til að hindra virkjanir vatnsfalla, svo sem sást nýlega varðandi virkjun í Þjórsá. Þar sem úr einhverjum afkima, spratt eitthvað fyrirbrigði fram og hindraði að hægt væri að fara af stað með framkvæmdir með Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Íbúar landsins eru orðnir tæp fjögur hundruð þúsund og því má hverjum vera ljóst, að styrkja þarf innviði og þar á meðal raforkukerfið.

Eitthvað fer það þó þversum í einkavini náttúru landsins, sem vilja sem aðrir hafa aðgang að því sem þarf, en það má helst hvergi ná í það!

Vissulega þarf að vanda leyfisveitingarnar og það var gert í þessu tilfelli, en niðurstaðan varð sú að þyngra ætti að vega, það sem fram kom á síðustu stundu og fáir muna hvað var, en hagsmunir heildarinnar.

Því er málið komið í bið og aflvélarnar sem nota átti, ekki í því ferli sem þær ættu að vera. Það tekur tíma að smíða þær sem annað þegar virkja skal vatnsföll.

Það er svo komið að undrast má þrautseigju þeirra, sem reyna að þoka framfaramálum áfram.

Seigla þeirra karla og kvenna sem þar eiga í hlut er aðdáunarverð og það svo, að verð er til heiðursverðlauna.

Regluverkið og orkumálin

 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, segir að vanda þurfi til leyfisveitinga (vegna virkjanaframkvæmda), en jafnframt að liðka þurfi um og einfalda þurfi kerfið, þegar að því kemur að að stuðla að grænni orkuöflun.

Og að þar sem verið sé að ráðstafa ótímabundnum gæðum, þá þurfi leyfisveitingin að vera tímabundin.

Í lok viðtalsins við blaðamanninn segir hún:

,,„Mig langar að taka undir með forstjóra Landsvirkjunar þegar það kemur að breytingum á lögum hvað varðar orkuöryggi almennings. Við höfum lagt sérstaka áherslu á þetta við stjórnvöld. Það þarf lagabreytingu hér til að tryggja öryggi almennings, óháð því hve mikið er framleitt hverju sinni. Samkeppni um raforku er mjög mikil og þá verður sífellt meira orkuóöryggi fyrir almenning.“"

Minnir hún síðan á, að ákvæði sem tryggði almennt orkuöryggi hafi áður verið í lögum, en hafi verið tekið út árið 2003!

Hvers vegna það var gert höfum við ekki vitneskju um, en augljóst má vera, sé tekið mið af uppákomunni sem varð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar nú í sumar, að mikil þörf er á að taka þarf vel til í regluverkinu sem um þessi mál gildir.

Við sjáum að allt að því aðgerðaleysi hefur verið í orkumálunum síðustu tíu árin eða svo og í fyrirsögn Skjámynd 2023-08-15 152328fréttarinnar þar sem um þau er fjallað, er sagt að: ,,við verðum að gera þetta hraðar".

Það hefur blasað við hverjum sem vill, en það eru eru alvarlegir hnökrar í kerfinu, hnökrar sem þarf að leysa.

Mál Hvammsvirkjunar er skýrt dæmi þar um.

Þegar því er slegið upp, að hægt sé að spara tæpan hálfan milljarð vaknar áhugi, svo ekki sé meira sagt.

Þau tíðindi eru höfð eftir ráðherra í ríkisstjórninni Katrínar; ríkisstjórninni sem á í augljósum vandræðum er með að koma málum áfram vegna þess hvernig hún er saman sett.

Auk þess sem búið hefur veri til óþarflega flókið kerfi um þessi mál.

Flækjustig þar sem Einbjörn togar í Tvíbjörn, sem svo aftur togar í Þríbjörn, sem jafnvel tekur þá upp á því að toga aftur í Einbjörn og þannig áfram...!

Virkjanir hafa verið byggðar á liðnum tíma, allt frá þeim fyrstu og litlu og yfir í Búrfellsvirkjun og það var ekki fyrr en kom að Kárahnjúkavirkjun sem ófriðaröflin fóru á kreik svo um munaði.

Allir sem að þeirri virkjun koma geta staðfest, að þar er um að ræða mikið og glæsilegt mannvirki sem fært hefur landsfjórðungnum og þjóðinni allri björg í bú.

Það þarf sem sagt, að endurskoða kerfið, en auk þess þarf að leiðrétta afstöðu fjölda fólks sem í góðmennsku sinni og velvild sér drauga í hverju horni þegar rætt er um virkjanir.

Við þurfum að lifa í landinu og af landinu, en verðum að gæta þess að öfgaöflum og einsýni sé ekki gefinn frjáls taumur, þannig að valdið sé á endanum þar.

Á því hefur borið og á því þarf að ráða bót og þar eru góð rök byggð á traustum grunni besta leiðin.

Auk þess verður regluverkið að vera þannig, að á endanum sé það heilbrigð og vel rökstudd skynsemi sem ræður niðurstöðunni.

Gjöldin, viðhaldið og... ennið

 

Á myndinni sjáum við nokkrar af þeim fréttum sem verið hafa í umræðunni síðustu daga.

Sé farið eftir efri röðinni frá vinstri, þá er þar fyrst að taka að verið er að ræða um ,,losunarheimildir" vegna brennslu olíu í skipunum sem flytja okkur varninginn heim og að heiman, þ.e. vörur á erlenda markaði s.s. fiskafurðir, ál og fjölmargt fleira og þar á meðal kindakjöt sem ,,selt" er til útlanda á verði sem er langt undir því sem það kostar að framleiða afurðina.

Að því slepptu, er um nauðsynlega tekjuöflun þjóðarinnar að ræða, því nútímaþjóðfélag þarfnast tekna erlendis frá, til að geta keypt sér fyrir það sem þarf og verður ekki reynt að telja það allt upp hér.

Á myndinni næst til hægri, er verið að fjalla um hið undarlega ,,hvalveiðistopp", sem þar til bær ráðherra setti degi áður en vertíðin átti að hefjast. Og við vonum að ekki verði fundið upp á því að stöðva fiskveiðar líka á þeirri forsendu að verið sé að deyða dýr. Því þó við viljum vera góð og til fyrirmyndar í flestu, þá viljum við hafa eitthvað til að lifa á! 

Ráðherrann sem um ræðir, gæti eins tekið upp á því að stöðva álsölu til útlanda á þeirri forsendu að ekki megi eyða íslenskri orku í að framleiða ál og satt að segja kæmi ekki á óvart að fundið yrði upp á því.

Sótt var um undanþágu á kolefnisskatti vegna flugvéla á þeirri forendu að Ísland væri eyja langt út í hafi og að til hennar og frá, yrði ekki komist án þess að sitja á rassi sínum í orkuspúandi flugdrekum. Það fékkst fram og gekk furðu vel, enda vilja flestir skreppa til útlanda til að lyfta sér upp og þ.á.m. vinstrigræningjar.

Nú vilja menn að það sama gildi um siglingar, að tekið verði tillit til þess að Ísland er eyja út í miðju hafi, en þá kemur babb í hinn íslenska bát! Vinstrivæningjum allra flokka er það ekki ásættanlegt og er helst á þeim að skilja sem, að daml skipa yfir Atlantshafið sé hinn mesti óþarfi. Auk þess sem þau geti bara brennt ,,einhverju öðru", til að vera laus við óhreinkun andrúmsloftsins. 

Þetta ,,eitthvað annað", er eins og liggur í orðanna hljóðan, bara eitthvað og enginn veit nákvæmlega hvað það á að vera. Við erum svo heppin að eiga þá sem komið hafa fram með útlistanir á því hvernig komast eigi af í þessu efni, en því hefur verið kurteislega svarað með því að ,,mat ráðherra sé ekki alveg rétt" og kom það fáum á óvart.

Ljósi punkturinn er að framsýnn athafnamaður hefur náð árangri í því að selja útlendingum íslenskt vatn og gengið vel svo sem sjá má.

Vondu fréttirnar eru í neðri röðinni eins og vera ber og þar ber talsvert á frásögn af flóðunum sem urðu í Noregi þegar stífla brast. Þar var ekki hægt að opna lúgur til að hleypa út vatni og sýnir það okkur að fylgjast þarf vel með varnarbúnaði mannvirkja af þessu tagi. Það mun ekki hafa verið gert og því fór sem fór og kannski verða einhverjir látnir fara fyrir vikið.

Raforkan er uppseld og ekki fást heimildir fyrir nýjum virkjunum vegna ofurástar umhverfisvæningja sem vilja tryggja að helst engu verði raskað í landslaginu og þ.á.m., að ekki verði stíflaðar ár til raforkuöflunar. Því til viðbótar situr samfélagið okkar uppi með gömul lög sem hvetja sveitarfélög svo sannarlega ekki til að heimila byggingar orkumannvirkja.

Í horninu lengst og neðst til hægri eru síðan fastir liðir eins og venjulega: Ekki er ræddur losunarskattur (á skip) og ekki verður ,,bundinn endir á samstarfið enn".

Við tökum eftir enn- inu og bíðum eftir framhaldinu!

 



Upplifun og raunveruleiki

 Synd væri að segja, að ekki hafi verið eitt og annað í fréttum síðustu daga.

Skjámynd 2023-08-12 073127Einna efst stendur í huga þess sem þetta ritar, aðsend grein í Morgunblaðið eftir framkvæmdastjóra félaga fyrirtækja í sjávarútvegi, en í henni segir m.a.:

,,Við mynd­un þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem enn sit­ur þegar þetta er ritað var gerður sátt­máli líkt og hefðbundið er, þar sem meðal ann­ars var fjallað um áhersl­ur tengd­ar sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Var þar um samið á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja, að meta skyldi þjóðhags­leg­an ávinn­ing fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Sér­stök nefnd skyldi í þess­um til­gangi skipuð og henni meðal ann­ars falið að bera sam­an stöðuna hér á landi og er­lend­is. Að svo búnu ætti að leggja fram til­lög­ur til að há­marka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari ár­ang­urs og sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar."

Pistilinn er, þegar grannt er lesið, nær samfelld ádrepa á framgöngu ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega þess ráðherra sem með málaflokkinn fer. 

Gefin voru fögur fyrirheit, en ekki verið unnið eftir þeim og greinarhöfundur segir m.a.:

,,[...]merki­legt [er] að lesa ný­lega grein mat­vælaráðherra, sem virðist líta svo á að það mik­il­væg­asta sé að „upp­lif­un“ al­menn­ings af grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar sé betri. Í heilli grein um þess­ar bráðabirgðatil­lög­ur er hvergi talað um mikl­ar tekj­ur sem sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur skapað ís­lensku þjóðinni og ís­lensk­um stjórn­völd­um í formi skatt­tekna, sem hafa lagt grunn að þeim lífs­gæðum sem við búum við. Það er eins og það skipti engu máli í hinni póli­tísku mynd. Óljós upp­lif­un virðist ein­fald­lega skipta meira máli en verðmæta­sköp­un og sá hag­ur sem vel rek­inn sjáv­ar­út­veg­ur fær­ir þjóðinni."

Best er að lesa pistilinn eins og hann birtist í Morgunblaðinu, en niðurstaða þess sem þetta ritar er, að ekki hafi verið staðið við þau fögru fyrirheit sem farið var fram með í stjórnarsáttmálanum, eða eins og segir í pistlinum, að meira sé lagt uppúr ,,upplifun" en verðmætasköpun. 

Traustið farið?

 

Traustið?

Traustið er farið, hafi það verið, samkvæmt því sem segir í miðlinum Rödd Evrópu.

Hve traustur miðillinn er, þekkir undirritaður ekki, en því verður ekki neitað að ýmsar sagnir hafa borist af svipuðum toga.

Sjálfsagt er erfitt að standa í brúnni í því ástandi sem búið er að vera í Úkraínu og margt mun vera hægt að finna að, en hinu er ekki að neita að ýmislegt, sem spurst hefur út er ekki til að auka traustið.

Sagt er að það sé erfitt að afla sér trausts og jafnvel enn erfiðara að halda því þegar það hefur verið unnið. Zelensky gæti verið í þeim sporum hjá þjóð sinni, að hann þurfi að fara að hugsa sér til hreyfings og finna sér annað að gera.

Hann mun hafa verið góður sem skemmtikraftur og hafa gert það gott á því sviði, en ekki er víst að þegar traustið til hans er svo sem hér er lýst, að þá sé auðvelt að byrja aftur á því sem þá var.

Þar að auki er flest breytt og þjóðin búin að standa í styrjöld við nágrannan í austri, styrjöld sem búin er að kosta ótal mannslíf og valda miklum hörmungum hjá úkraínsku þjóðinni allri og bætist það við það ástand sem áður var á Donbas svæðinu.

Á því sem þar hefur verið að gerast undanfarinn áratug eða svo þyrfti að fara fram heiðarleg alþjóðleg rannsókn, svo upplýst verði almennilega hvað um var að vera.

Það sem þar gerðist er orsökin fyrir því ástandi sem nú er komið yfir stóran hluta heimsins; blaðran sprakk og úr henni allt segja krakkarnir, og þó það sé grín og glens, þá verður svo sannarlega ekki það sama sagt um eyðilegginguna og manndrápin sem þar áttu sér stað, að ógleymdum þeim hörmungum sem við höfum mátt fylgjast með undanfarið ár eða svo.

Sé Zelensky rúin trausti hjá þjóð sinni er mál til komið að nýr eða nýir menn (og konur eru líka menn svo það sé nú á hreinu!) taki við keflinu og leiði þjóð sína fram á veg.

Leiði hana veginn til friðar og framtíðar. 

Orkuskiptin, myndin og hljóðið

 Halldór Halldórsson skrifaði grein um orkumálin sem birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn og þar segir hann m.a.:

,,Ef við slepp­um hús­hit­un, [...], þá fram­leiðum við 60% annarr­ar orku með raf­orku­öfl­un en 40% flytj­um við inn í formi olíu. Sá inn­flutn­ing­ur kost­ar okk­ur 100 millj­arða á ári. Olí­an er notuð af bíl­um og stærri tækj­um 22%, skip­in nota 26% og flugið not­ar 52% (orku­skipti.is)." 

Og bætir síðan við: 

Skjámynd 2023-08-09 090640,,Það er auðvelt að ímynda sér að þegar ráðherr­ar og þing­menn rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­ans lesa þetta (sem þeim ber að gera reglu­lega) stress­ist þau veru­lega upp því það eru rétt 17 ár í að Ísland eigi að vera laust við ol­íu­notk­un. Ástæðan fyr­ir reglu­legu stresskasti er auðvitað sú að það er búið að byggja upp því­líkt skri­fræðis­kerfi á Íslandi varðandi orku­öfl­un að nán­ast von­laust er að virkja okk­ar um­hverf­i­s­vænu vatns­öfl en virkj­un þeirra er jú eina leiðin til að losna við alla þessa olíu eigi síðar en árið 2040fyrst þjóða. Hin ástæðan er sú að hluti póli­tískt kjör­inna full­trúa kær­ir sig ekk­ert um að nýta end­ur­nýj­an­lega ís­lenska orku­gjafa og fer að fabúl­era um að hægt sé að gera þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi án þess að út­skýra það eða rök­styðja með sann­fær­andi hætti."

Halldór heldur síðan áfram hugleiðingum sínum og segir að við þurfum að tala skýrt, því við séum að glíma við þversagnir, þar sem ríkisstjórnin ásamt sumum þingmönnum annarra flokka ,,tali um orkuskipti og græna orku, en hluti ríkisstjórnarinnar sé ekki spenntur fyrir því að virkja vatnsföllin til öflunar á hinni grænu orku".

Halldór minnir á hve langan tíma það taki að undirbúa virkjanir og nefnir töluna ,,10 ár" í því sambandi og bendir á þá ljósu staðreynd að það þarf að afla annarrar orku ef ætlunin er að hætta olíubrennslu.

Halldór minnir á að við eigum fjölmarga kosti til öflunar raforku og þó friða þurfi sum svæði, þá séu nægir virkjanakostir eftir og bendir á að við séum sem þjóð ,,góð í náttúruvernd".

Og niðurstaðan er:

,,að við fram­leiðum 20 tera­vatt­stund­ir af raf­magni á ári hér á Íslandi en til að gera stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika þarf að fram­leiða 16 tera­vatt­stund­ir til viðbót­ar ár­lega til að ná full­um orku­skipt­um. Næst­um jafn­mikið og við fram­leiðum í dag. Og við höf­um 17 ár til þess."

Ekki er víst að þessar tölur séu nákvæmlega réttar og vitanlega má deila um þær.

Þjóðinni fjölgar ört og ekkert lát virðist vera þar á og því gæti vel verið að afla þurfi meira en 16 teravattstunda til að uppfylla þörfina fyrir orku í komandi framtíð.

Það er erfitt að spá og sérstaklega erfitt að spá um framtíðina, en það breytir ekki því, að ekki fer saman hljóð og mynd hjá þeim sem telja sig vera verndara vatnsfalla, jarðhitasvæða og náttúrunnar.

Við verðum að átta okkur á því, að það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Mælistikan og bandarísk stjórnmál

 Í þessum pistli verður gerð tilraun til að fara lauslega yfir ,,Reykjavíkurbréf" Morgunblaðsins sem birtist í helgarblaðinu þann 5/8/2023.

Skjámynd 2023-08-06 111123Bréfið vakti áhuga undirritaðs vegna þess að í því er farið af þekkingu yfir stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum, ástand sem er mörgum áhyggjuefni, þó ekki sé nema vegna þess, að hvað sem mönnum kann að finnast um það ríkjasamband, þá skiptir afar miklu máli fyrir heiminn allan, hvernig haldið er á málum þar á bæ.

Þess gerist tæplega þörf, að rekja hvernig stjórnmálin hafa þróast þar á síðustu árum, þar sem menn á eftirlaunaaldri, hvor úr sínum stjórnmálaflokknum berjast um að veita þjóðinni forystu.

Annar fyrrverandi forseti og hinn núverandi og sem lýkur senn sínum embættisferli, verði hann ekki endurkjörinn.

Sá fyrrverandi tapaði kosningum með afar naumum hætti í síðustu kosningum og reyndar er ekki víst að allt sé á hreinu með þau úrslit.

Hvort niðurstaða kosninganna var rétt eða ekki verður ekki fullyrt hér, því til þess skortir þann sem hér ritar þekkingu og reyndar er það svo, að þeir sem ættu að hafa þekkingu á þeim málum, eru ekki sammála um niðurstöðuna að því er best verður séð.

Skjámynd 2023-08-06 111149Reykjavíkurbréfið geta menn kynnt sér á vef Morgunblaðsins, eða með því að kaupa blaðið í næstu sölubúð séu þeir ekki áskrifendur.

Niðurstaða höfundar bréfsins er að margt sé ekki á hreinu varðandi kosningaúrslitin.

Reykjavíkurbréfið ber yfirskriftina ,,Stjórnarskránni storkað" og fyrirsögnin sjálf vekur athygli, því ef það er eitthvað í lýðræðisríkjum sem menn ættu að virða, þá er það stjórnarskrá viðkomandi ríkis.

Dæmin sem nefnd eru er nokkur og það fyrsta er, að dómsmálaráðherra hafi ákveðið ,,án vafa" og með samþykki sitjandi forseta Biden, að saksækja þann fyrrverandi þ.e. Trump.

Vikið er að því að dómsmálaráðherrann, hafi misnotað vald sitt hvað eftir annað ,,með ótrúlega ósvífnum hætti" og að ,,nú verði dómsdagsstefnum látið rigna yfir Trump", sem þurfi að berjast við dómsmálaráðuneytið.

Það er ótrúlega erfitt að berjast við þá sem misnota vald og það þekkja þeir sem reynt hafa og það þó í smáríki sé, en ekki stórveldi líkt og Bandaríkjunum. 

Bandaríkin virðast undirrituðum vera ríki þeirra ríku í stjórnmálalegu tilliti o.fl., og að það stafi af því hvernig stjórnmálakerfið er byggt upp.

Menn þurfa að hafa sterkan fjárhagslegan bakgrunn af einhverju tagi til að eiga mikla möguleika á frama í stjórnmálum þar, en þverstæðan er sú, að Bandaríkin eru land tækifæranna í mörgu tilliti eigi að síður!

Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, er stundum sagt og það er ekki sérstaklega bundið við bandarísk stjórnmál að svo sé.

Áhugasamir ættu að renna yfir grein Morgunblaðsins um þessi mál, því þar kemur ýmislegt fróðlegt fram og því verður seint neitað, að það skiptir alla heimsbyggðina afar miklu, hvernig haldið er á málum í því volduga ríkjasambandi sem Bandaríkin eru.

Skiptir þá engu, hvort mönnum líkar það betur eða ver.

Tveir deila, en samið við annan þeirra

 Árum saman hafa tilgangslaus átök með eyðileggingu og manndrápum verið á svæðinu sem barist er um, í stríðinu sem er milli Rússlands og Úkraínu.

2023-08-01 (15)Í frásögninni hér til hliðar, er sagt frá því að sex hafi látið lífið í átökunum sem ekkert lát virðist vera á.

Fátt er gert til að stilla til friðar, nema síður sé, og minnast má framtaks íslenskra stjórnmálamanna - og konur eru líka menn svo það fari nú ekki á milli mála -, sem hafa gert sitt til að blása í glæður ófriðarins og líklega talið það sér til framdráttar, að espa frekar og egna, en að sína getu sína í að reyna að stilla til friðar.

Gjafir á ullarfatnaði til þurfandi fólks er gott framtak, en lokun sendiráða er það ekki, svo dæmi sé tekið. Fátt eitt kemur út úr hurðaskellum annað en hávaðinn, þegar deilt er, eins og flestum mun vera kunnugt.

Ísland hefur glatað tækifærinu til að bera klæði á vopnin, glatað trausti og skipað sér í hóp þeirra þjóða sem minnst hafa fram að færa.

Sýndarmennskan ein hefur ráðið ríkjum og rökhugsun hefur vikið fyrir tilfinningaofsa og mikilmennskutilburðum.

Ekki er öll nótt úti enn, samt sem áður og þegar svo virðist sem fokið sé í flest skjól, reynist enn vera von.

Tilraunirnar til friðar, koma langt að og lengra en margir áttu von á, eða alla leið frá Afríku og hver hefði átt von á því og vonandi fer þá áralöngum hernaði gagnvart Donbas að ljúka. Það er löngu komið nóg og þó fyrr hefði verið.

Afríkumennirnir telja að betra sé að semja um deilur, en að berjast til þrautar í von um að ná sínu fram.

Bragð er að þá barnið finnur, segir íslenskt máltæki og sannarlega er það úr óvæntri átt, að friðartilraunir komi þaðan, en litlu verður vöggur feginn - svo haldið sé áfram að vitna í íslensk orðtök - og því vonum við flest, að gott eitt komi út úr hugmyndum afrísku stjórnmálamannanna.

Það er löngu kominn tími til að stillt sé til friðar í stað þess að egna til ófriðar og finnist einhverjum eitthvað fallegt við, að fólk sé drepið til þess eins að vera drepið, þá ætti sá sem þannig hugsar, að taka til í kolli sínum.

Í fréttinni, sem er kveikjan að þessum hugleiðingum og er hér ofar í mynd, segir að Putin hafni ekki hugmyndum um friðarviðræður. Úkraínumenn eru ekki eins tilkippilegir og segjast ekkert land gefa eftir og þar getur því staðið hnífur í vorri friðarkú, eins og þar stendur, því margt er á huldu um hvers er hvað o.s.frv., varðandi landsvæði austur þar.

Til að samningar náist verður að semja um eitthvað og því ættu Zelensky og félagar að geta áttað sig á, nema að eitthvað annað og verra liggi undir.

Sem stendur eru það Rússar sem halda dyrum opnum, en það eru Úkraínar sem skella hurðum.

Hvort þeir gera það af eigin frumkvæði, eða til að þóknast öðrum mun koma í ljós, þó síðar verði. 

Frétt Morgunblaðsins lýkur með því að segja frá því ,,að Rússar hafi sagt að Úkraínumenn verði að sætta sig við að eitthvert landsvæði þurfi að gefa eftir"

Við getum víst ekki annað gert en vona það besta, vitandi að lausnin verður alla vega ekki sótt í íslenskan stjórnmálaskóg.

Hér var ætlunin að setja punkt, en þá rakst bloggari á frétt þar sem segir að viðræður um frið séu hafnar í boði arabalanda og gott ef Mexíkanar koma ekki líka við sögu, en skemmst er að segja frá því að fréttin ,,týndist", en það merkilega var, að Rússar voru ekki boðaðir til viðræðnanna, en segjast fylgjast með!

Eitt lítið skref...

  Það hefur vekið athygli hve mikill áhugi Trump- feðga er á Grænlandi. Halldór sér það og við sjáum það flest og það ætti svo sem ekki að k...