Á forsíðu Bændablaðsins sem kom út þann 9. mars er sagt frá því að flutt hafi verið inn 185 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti og að:
,,Ekki var farið að reglugerð, um
varnir gegn því að dýrasjúkdómar
og sýktar afurðir berist til landsins við innflutning á um 185 tonnum
af úkraínsku kjúklingakjöti
frá septembermánuði 2022 til
febrúar sl."
Því er bætt við að fyrirtækin hafi verið þrjú sem að innflutningnum stóðu.
,,Matvæli undir fölsku flaggi" er yfirskrift umföllunar í Bændabaðinu og Alþingi mun hafa fimbulfambað eitthvað um málið áður en til innflutningsins kom. Talað um fjarlægð og ,,pappíra", en minna um neytendur og enn minna um íslenskan landbúnað, þegar þingmennirnir afgreiddu málið, en hvað sem þeir sögðu þá, er niðurstaðan sú sem sjá má.
Haldi einhverjir að þarna sé eingöngu verið að flytja inn ógn við íslenska kjúklingabændur, þá er rétt að benda á að ógnin er við alla kjötvöruframleiðslu í landinu og síðast en ekki síst við neytendur sem oft á tíðum kaupa vöruna í þeirri trú að um íslenska framleiðslu sé að ræða, vegna óljósra og jafnvel villandi merkinga.
,,Það eru
Esja gæðafæði, Kjötmarkaðurinn
og Ó. Johnson og Kaaber.", sem standa að innflutningnum segir í Bændablaðinu og við vitum þá alla vega að hverju við eigum að leita á umbúðunum til að forðast vöruna, nú eða velja hana til neyslu kjósi menn það.
Í fréttinni segir ennfremur:
,,Samkvæmt upplýsingum frá
MAST var innflutningsleyfis ekki
aflað, né voru sendingar tilkynntar til
stofnunarinnar í tilfelli innflutnings
á kjúklingakjöti frá Úkraínu á
tímabilinu september 2022 til og
með janúar 2023."
Orðrétt segir í frásögn blaðsins:
,,Áður en óhitameðhöndlaðar
dýraafurðir sem eiga uppruna
utan Evrópska efnahagssvæðisins
eru fluttar inn í fyrsta sinn, ber
innflutningsaðila að láta MAST í té
nauðsynlegar upplýsingar um vöruna
til athugunar og samþykkis áður en
varan er send frá útflutningslandi,
skv. 4. gr. reglugerðar nr. 1250/2019
sem fjallar m.a. um grundvöll
innflutningsleyfis. Dýraafurðir sem
fluttar eru í gegnum EES en eiga
uppruna í þriðja ríki skulu tilkynntar
til MAST og á innflutningsaðili að
leggja fram gögn til staðfestingar
á því að þær uppfylli ákvæði
reglugerðarinnar. Leyfið byggir
meðal annars á áhættumati sem
MAST er ætlað að framkvæma áður
en heimildin er veitt."
Í blaðinu er rætt við eiganda Kjötmarkaðarins sem flutti inn rúm 19 tonn af kjúklingakjöti, sem hann segir aðallega notuð ,,á
veitingahúsum og í matvælaiðnaði". Hann segist ekki hafa vitað af úkraínskum kjúklingum á markaði fyrr en ,,hann rakst á hann fann hann á markaði hér á
Íslandi. Þá voru öll mötuneyti og
veitingastaðir sem eru í viðskiptum
við mig farin að kaupa þetta. Ég
leitaði þá og sá að það var ekkert mál
að flytja inn kjúkling frá Úkraínu.“
Auðvitað er það ,,ekkert mál" að kaupa þetta lítilræði sem maðurinn verslar með, vilji menn það, varan er til í verslunum og ,,merkt" eins og fyrr er getið.
Ítarleg umfjöllun er í blaðinu um hvernig að merkingum matvæla sé staðið:
,,Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda
um merkingar matvæla, en skyldumerkingar gera vörunum oft ekki
nægjanleg skil. Á það bendir formaður samráðshóps um betri merkingar
matvæla. Á meðan óunnum vörum sé gert að vera merkt uppruna gegnir
öðru máli um það sem skilgreint er unnið. Fyrirtækjum er í sjálfsvald
sett hvaða umfram upplýsingar þær setja fram á vörur sem þær vinna
að litlu leyti."
Við sem neytendur spyrjum okkur, hvort ekki sé rétt að forðast þær vörur sem eru ,,unnar" nema að skýrt komi fram hver uppruninn er?
Innflutningur á kjúklingakjöti hefur greinilega komið kjúklingabændum á óvart, enda vita þeir hvaða kröfur eru gerðar til afurða þeirra hér á landi og eftir þeim er haft:
„Mikill innflutningur á kjúklingakjöti
frá Úkraínu undanfarna mánuði kom
okkur í opna skjöldu og við höfum
talsverðar áhyggjur af því að kjötið
sé ekki af sömu gæðum og innlent
kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem
ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í
landbúnaði mikil í landinu.
Bændasamtökin hafa sent
Matvælastofnun erindi þar sem
óskað er eftir upplýsingum um
hvernig staðið er að útgáfu á
heilbrigðisvottorðum fyrir innflutninginn, hvaða vottorð hafi verið
gefin út og hvort kjötið komi frá
bændum, sláturhúsum og vinnslum
sem uppfylla sömu kröfur og gerðar
eru til slíkra aðila hér á landi."
Fram hefur komið að fjölónæmar bakteríur eru vandamál í úkraínskum landbúnaði og ætli ekki megi gera ráð fyrir að svo verði einnig í þeim íslenska, fyrst metnaður alþingismanna þjóðarinnar er sá sem við horfum uppá í þessu máli?
Í framhaldi af þessu má væntanlega búast við því, að flutt verði inn nautakjöt, svínakjöt o.s.frv. erlendis frá, eða alla vega frá Úkraínu, því hún er svo óralangt í burtu að mati alþingismanna að ekki þarf að óttast innflutning þaðan!